Í áfanganum eru nemendur undirbúnir undir atvinnuþátttöku. Þeir kynnast fyrirtækjum og stofnunum í nærsamfélaginu með tilliti til atvinnuþátttöku. Þeim verður gerð grein fyrir helstu reglum sem gilda á vinnustöðum, réttindum og skyldum launþega og mikilvægi góðra samskipta. Námið fer fram á fjölbreyttan hátt, t.d. með ýmis konar verkefnavinnu, umræðum, vettvangsferðum og gestafyrirlestrum m.a. frá fulltrúum atvinnulífsins.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
atvinnutækifærum í nærsamfélaginu
fjölbreyttum vinnustöðum
mismunandi kröfum sem gerðar eru til starfsmanna í ólíkum störfum
styrkleikum sínum og mikilvægi góðra samskipta
réttindum og skyldum launþega
helstu atriðum sem taka þarf tillit til við starfsval
reglum, öryggi og hollustu á vinnustöðum
hættum í starfsumhverfinu
mikilvægi þess að fara út á vinnumarkaðinn
hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að öðlast réttindi í þeirri atvinnugrein sem hann hefur áhuga á
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
tengja viðeigandi starfsheiti við vinnustaði
sækja sér upplýsingar um áhugaverð starfsheiti
fylgja fyrirmælum
gera sér grein fyrir mikilvægi hreinlætis á vinnustöðum
eiga samskipti við fólk með mismunandi skoðanir
vega og meta aðstæður á vinnustað með tilliti til öryggismála
meta möguleika sína varðandi nám og atvinnu
velja sér vinnustað út frá raunhæfum markmiðum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
eiga góð samskipti á vinnustöðum og virða mismunandi skoðanir
geta fylgt reglum sem gilda á vinnustöðum
gera sér grein fyrir mismunandi atvinnugreinum
meta þau atriði sem taka ber tillit til við starfsval
gera sér grein fyrir réttindum sínum og skyldum á vinnumarkaði
gera sér grein fyrir áhugaverðum atvinnumöguleikum
átta sig á mismunandi kröfum og/eða menntun að baki starfsheita
velja sér starf við hæfi
Í áfanganum er viðhaft fjölbreytt námsmat sem felst í mati á verkefnavinnu, umræðum, virkni í tímum og mætingu.