Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1512830068.57

  Evrópa - sérnámsbraut
  SMFÉ1EV05
  13
  samfélagsfræði
  Evrópa
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Í áfanganum er unnið með Evrópulöndin og rætt um helstu borgir og sérkenni þeirra. Fyrir áhugasama er hægt að nýta sér Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í þeim tilgangi að nálgast viðfangsefnið út frá tónlist.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • löndum sem tilheyra Evrópu
  • nöfnum höfuðborga í Evrópu
  • helstu kennileitum í Evrópu
  • vinsælum ferðamannastöðum í Evrópu.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • greina á milli landa sem tilheyra Evrópu
  • leita mismunandi leiða í vinnuferlinu
  • nálgast viðfangsefni á mismunandi hátt.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • taka þátt í umræðum um Evrópulöndin
  • lesa í og/eða nýta sér mismunandi upplýsingar í umhverfinu.
  Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati en í því felst að nemandinn fái með reglulegum og skipulegum hætti upplýsingar um hvernig hann stendur í náminu.