Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1512830171.35

  Norðurlöndin - sérnámsbraut
  SMFÉ1NL05
  14
  samfélagsfræði
  Norðurlöndin
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Í áfanganum er unnið með Norðurlöndin og fjallað um helstu borgir hvers lands. Einnig verða sameiginlegir þættir landanna skoðaðir ásamt því hvað gerir þau ólík.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • nöfnum Norðurlandanna
  • höfuðborgum Norðurlandanna
  • helstu kennileitum er tengjast Norðurlöndunum
  • vinsælum ferðamannastöðum á Norðurlöndum.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nefna og aðgreina Norðurlöndin
  • setja sig í spor ferðamanns og ferðast á hina ýmsu staði
  • leita mismunandi leiða í vinnuferlinu
  • nálgast viðfangsefni á mismunandi hátt
  • beita mismunandi aðferðum í vinnuferlinu.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • taka þátt í umræðum um Norðurlöndin
  • greina á milli aðal- og aukaatriða
  • lesa í og/eða nýta sér mismunandi upplýsingar í umhverfinu
  • hlusta á sjónarmið annarra af viðsýni
  • taka eftir ólíkum viðfangsefnum.
  Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati en í því felst að nemandinn fái með reglulegum og skipulegum hætti upplýsingar um hvernig hann stendur í náminu.