Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1513669387.55

    Handsnyrting III
    HASN3CA03(FB)
    2
    Handsnyrting
    Sérmeðhöndlun handa framhald
    Samþykkt af skóla
    3
    3
    FB
    Nemendur fá fræðslu um algengustu nagla- og húðsjúkdóma handa og öðlast viðbótarþjálfun í verklegri handsnyrtingu. Nemendur læra efnisgerð og ásetningu á mismunandi gellökkum, naglaskrauti og það sem markaðurinn bíður upp á hverju sinni. Einnig læra þeir um mismunandi tegundir af gervinöglum og að þekkja ásetningu þeirra. Þá læra nemendur að gera við rifur í nöglum.
    HASN2BA03
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • tilgang og áhrif efna sem notuð eru með gervinöglum
    • forsendur fyrir vali og frábendingar við ásetningu gervinagla
    • mismunandi ásetningu gervinagla eftir tegundum
    • mismunandi skrauti sem hægt er að nota á neglur
    • nýjungum sem eru í boð hverju sinni til dæmis gellökkum
    • mikilvægi háttvísi í framkomu og hæfni í öllum samskiptum við viðskiptavini
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka á móti viðskiptavini og sýna háttvísi og fagmannlega framkomu
    • lakka neglur með nýjungum sem eru í boði t.d. gellökkum
    • vinna handsnyrtingu innan þeirra tímamarka sem til er ætlast
    • sýna sjálfstæð vinnubrögð
    • gefa ráðleggingar til þeirra sem hann meðhöndlar
    • setja á naglaskraut og leiðbeina varðandi val og umhirðu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna sjálfstæð vinnubrögð í vali fyrir viðskiptavin á meðferðum fyrir hendur
    • geta rætt við viðskiptavini um mismunandi gerðir af gervinöglum
    • fylgjast með og tileinka sér þær nýjungar sem eru í boði hverju sinni fyrir hendur
    • sýna vönduð og sjálfstæð í vinnubrögð
    Símatsáfangi • Vinnufæri nemandans er metin á önninni með leiðsagnarmati á verklegri vinnu • Krafa er um háttvísi og faglega framkomu • Krafa er um vönduð og sjálfstæð vinnubrögð • Þekking er metin með skriflegum skyndiprófum og verkefnum sem unnin eru í kennslustundum og heima