Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1514455293.41

    Starfsþjálfun IV
    STAÞ3RC20
    57
    Starfsþjálfun
    Starfsþjálfun III
    Samþykkt af skóla
    3
    20
    FB
    Lögð er áhersla á að nemandi geti unnið sjálfstætt. Hann geti unnið að uppsetningu boðskiptkerfa og ýmiss konar tölvukerfa. Hann geti notað mælitæki og rökhugsun við bilanaleit. Hann geti tengt og bilangreint mótora og stýringar. Í lok áfangans skal nemandi hafa öðlast hæfni til þess að geta leiðbeint viðskiptavinum um val og staðsetningu rafbúnaðar og veitt hámarks þjónustu. Nemandi skal geta efnistekið nákvæmlega og forgangsraðað verkþáttum.
    STAÞ2GB20
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • tengingu meðalstórra boðskiptakerfa og geti bilanagreint þau
    • sérákvæðum varðandi raflagnir í einstökum rýmum
    • notkun mælitækja við bilanaleit
    • tengingu tölvunetkerfa
    • mótorum og mótorstýringum
    • tengingu margskonar rafstýri- og loftstýrikerfa
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja upp boðskiptakerfi og þekkja inn á skynjara þeirra
    • ganga tryggilega frá raflögnum í einstökum rýmum, s.s. votrými
    • beita rökhugsun við bilanagreiningu
    • vinna sjálfstætt á vinnustað og forgangsraða verkþáttum
    • efnitaka verk og vinna samkvæmt verkteikningu
    • leiðbeina viðskiptavinum um val og staðsetningu rafbúnaðar
    • veita viðskiptavinum hámarks þjónustu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nemandi geti fundið bilanir í raflögnum
    • nemandi geti tengt meðalstór boðskiptakerfi s.s. tölvukerfi, símalagnir, dyrasímakerfi, loftnetskerfi og ljósleiðara
    • nemandi þekki til sérákvæða varðandi raflagnir í einstökum rýmum
    • nemandi þekki til helstu mælitækja og geti mælt hringrásarviðnám, einangrunnarviðnám og fasaröðun
    • nemandi geti gert úttektarskýrslu
    • nemandi geti skilað verki er nær til allra raflagna húsveitu allt að 125 A fagmannalega frá sér
    Námsmat er í höndum viðkomandi rafvirkjameistara.