Í áfanganum er mikil áhersla lögð á lestur og tjáningu í ræðu og riti. Nemendur lesa eina skáldsögu á önninni. Kenndur er frágangur ritaðs máls og notkun hjálpargagna svo sem handbóka og orðabóka. Mikil áhersla er lögð á tölvunotkun í vinnslu og skilum verkefna.
Nemendur eru þjálfaðir í setningafræði þar sem þeir greina og glöggva sig á skiptingu texta í setningar og setningarliði. Gerð er grein fyrir reglum um greinarmerki og nemendur þjálfaðir í notkun þeirra.
Fjallað verður um sögu máls og menningar frá frumnorrænum tíma til okkar daga. Farið verður yfir sögu íslensks máls og skyldleika við önnur tungumál og helstu hljóð- og málbreytingar íslenskunnar í fyrirlestrum, umræðum og með töflukennslu auk verkefnavinnu og ritunarverkefna.
Unnin verða ýmis hagnýt verkefni í tengslum við málnotkun; beygingar, orðaforða, orðtök o.fl.
Stafsetningarupplestrar eru reglulega og nemendur þjálfaðir í stafsetningu.
Markviss þjálfun í tjáningu er ein kennslustund á viku. Áhersla er lögð á framsögn við ýmiss konar tækifæri. Þá er einnig áhersla lögð á að styrkja sjálfstraust nemenda.
Grunnskólapróf
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu þáttum íslenskrar málsögu
helstu hugtökum setningafræði og reglum um greinarmerki
helstu grunnhugtökum í ritgerðasmíð
málfræðihugtökum og ritreglum sem nýtast í tal- og ritmáli
orðaforða sem nægir til að skilja íslenskt nútímamál í ræðu og riti
upplýsingatækni sem nýtist honum í ritun og notkun ýmissa hjálpargagna
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota upplýsingatækni markvisst við frágang ritsmíða
nýta málfræðihugtök og málfræðilegar upplýsingar til að efla eigin málfærni
skilja og nota algeng stílbrögð í tal- og ritmáli
flytja af öryggi ræður, endursagnir, lýsingar og kynningar á tileknum málefnum
nota bókmenntahugtök á ýmsa texta
réttritun eftir upplestri
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið og sýna tilbrigði í málnotkun
styrkja eigin málfærni og nám í erlendum tungumálum, til dæmis með því að nýta málfræðihugtök íslenskunnar
beita skýru, lýtalausu og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti og geta nýtt það við hin ýmsu hjálpargögn á netinu og tölvuforrit
taka þátt í málefnalegum umræðum, byggja upp skýra röksemdafærslu, tjá afstöðu og efasemdir um efnið og komast að niðurstöðu
túlka texta þó merkingin liggi ekki á yfirborðinu
Námsmat er byggt á vinnu nemenda yfir önnina, skyndiprófum, ritunarverkefnum, tjáningarverkefnum, stafsetningu og öðrum verkefnum sem og lokaprófi.