Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1516974577.47

    Líkamsmeðferð lokaáfangi til sveinsprófs í snyrtifræði
    LIKM3DA05(FB)
    1
    Líkamsmeðferð
    Líkamsmeðferð lokaáfangi
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    FB
    Í áfanganum kynnast nemendur SPA hugmyndafræði og sögu líkamsmeðferða. Þeir læra verklag við djúphreinsun fyrir líkama eins og þurrburstun, kornakrem eða það sem markaðurinn bíður upp á hverju sinni. Nemendur læra einnig algengustu sérmeðhöndlanir fyrir líkamann og farið er í markmið og virkni þeirra og efnin sem notuð eru t.d. mismunandi líkamsmaska; þörunga-, ilmolíu-, súkkulaði- og hitamaska eða það sem markaðurinn bíður upp á hverju sinni. Nemendur fá viðbótarþjálfun í líkamsnuddi m.a. ilmolíu-og svæðanuddi.
    Samkvæmt námskrá í snyrtifræði.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • SPA hugmyndafræðinni og faglegum hugtökum innan þess
    • sögu líkamsmeðferða
    • markmiði og virkni algengustu meðferða sem hafa hreinsandi áhrif á húð á líkama sem markaðurinn bíður upp á hverju sinni
    • mismunandi tegundum sérmeðhöndlunar sem eru í boði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • kunna skil á ólíkum tegundum sérmeðhöndlunar
    • vinna meðferð sem hafa hreinsandi áhrif á húð á líkama t.d. þurrburstun eða annað sem markaðurinn bíður upp á hverju sinni
    • algengustu sérmeðhöndlunum fyrir líkamann sem markaðurinn segir til um hverju sinni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fylgjast með og tileinka sér þær nýjungar sem eru í boði hverju sinni
    • sýna sjálfstæð vinnubrögð í að undirbúa vinnuaðstöðu og greina þarfir viðskiptavinar, gefa sérmeðhöndlun og ganga frá á faglegan hátt
    • sýna vönduð og sjálfstæð vinnubrögð og geta tengt undirstöðu þekkingu sína í líkamsmeðferðum og greiningu líkama til að gefa viðskiptavini meðferð við hæfi
    Símatsáfangi • Vinnufærni nemandans er metin á önninni með janfingja- og leiðsagnarmati á verklegri vinnu. • Þekking er metin með skriflegum könnunum og verkefnum sem unnin eru í kennslustundum og heima.