Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1517230719.77

    Vöðva- og hreyfifræði 1
    VOHR2VF06
    1
    Vöðva- og hreyfifræði
    Vöðvafræði
    Samþykkt af skóla
    2
    6
    K1
    Lögð er áhersla á að áfanginn sé praktískur og er innihald hans lagað að því sem einkaþjálfari þarf að kunna í sínu starfi. Farið verður í helstu almennu heiti vöðvafræðinnar á ensku, latnesku og íslensku. Fjallað verður um helstu áttar- og hreyfihugtök og svæði líkamans. Þá verður fjallað um skurði og snúningsöxla og notkun þeirra í greiningu hreyfinga. Kynnt verður samvinna beina-, vöðva- og taugakerfis. Farið verður yfir beinagrindina, liðamót, mismunandi tegundir liðamóta og uppbyggingu þeirra. Ítarlega verður farið í heiti beina og beinamerkingar. Einnig verður lögð áhersla á heiti vöðva, upphaf og festingar þeirra, vöðva ítaugun og hlutverk. Farið verður í uppbyggingu vöðvakerfisins, flokkun vöðva, vöðvahlutverk og mismunandi vöðvasamdrætti. Fjallað verður um hreyfingar liðamóta og hvaða vöðvar framkvæma þær. Unnið verður með líkamsstöðugreiningu og tengingu hennar við líffærafræðina.
    Líffæra- og lífeðlisfræði
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Upptökum og festum flestra beinagrindarvöðva og virkni þeirra um liðamót. Nöfn flestra beinagrindarvöðva, beina og sina og hvaða tilgang hvert líffæri hefur í hreyfingu mannsins.
    • Uppbyggingu liða líkamans og sérstaklega hvernig hálaliðir vinna.
    • Beinheiti og tengingu þeirra við upptök og festur vöðva.
    • Tengingu á uppbyggingu líkamans og virkni hans við áhrif á líkamsstöðu og hreyfingu.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Útskýra staðsetningu, upptök, festa og virkni beinagrindarvöðva og beina mannslíkamans.
    • Útskýra hvernig liðir líkamans vinna.
    • Framkvæma líkamsstöðugreiningu og tengja hana við vöðva líkamans.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Útskýra fyrir skjólstæðingum sínum hvernig hver vöðvi hreyfir liðamót beina og hvernig hægt sé að nota þær upplýsingar til að hámarka hreyfigetu og fyrirbyggja álagsmeiðsli.
    • Þekkja hreyfingu vöðvanna þannig að það nýtist við gerð æfingakerfa sem einkaþjálfari.
    Námsmat byggist á áfangamarkmiðum. Þess skal gætt að námsmat taki til allra þátta námsins m.t.t. þekkingar, leikni og hæfni nemandans. Námsmat er í formi hlutaprófs, lokaverkefnis, lokaprófs eða símats. Lágmarkseinkunn er 7.