Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1517232492.69

  Vöðva- og hreyfifræði 2
  VOHR3VF06(K1)
  1
  Vöðva- og hreyfifræði
  Vöðvafræði
  Samþykkt af skóla
  3
  6
  K1
  Í áfanganum er farið í að tengja vöðvafræðina við beitingu í styrktarþjálfun. Kenndar eru nokkrar grunnæfingar styrktarþjálfunar í tækjasal og skoðað hvernig vöðvahópar vinna saman og hvernig virkja má einangraða vöðvahópa með tæknilegri útfærslu æfinganna. Rifjuð eru upp hugtök úr vöðva- og hreyfifræðinni og er þeim beitt við útfærslu æfinga með styrktarþjálfunaráhöld. Farið er yfir hvernig má fyrirbyggja álagsmeiðsli með réttri beitingu í þjálfun og hvernig greina skal rangar hreyfingar í algengustu tegundum styrktaræfinga, svo sem hnébeygju, réttstöðulyftu, bekkpressu, róður, niðurtog, upphífingum, rassvöðvaæfingum og kvið- og mjóbaksæfingum.
  Vöðva- og hreyfifræði 1
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Hvaða vöðvar vinna í helstu tegundum styrktaræfinga.
  • Takmörkunum á einangrun stakra vöðva og vöðvahópa.
  • Heiti helstu hreyfinga í samræmi við vöðvafræðina.
  • Mikilvægi réttrar beitingar í styrktarþjálfun.
  • Helstu æfingum styrktarþjálfunar.
  • Áhrif styrktarþjálfunar á vöðvamassa og fituforða mannslíkamanns.
  • Áhrif lífaflfræði á framkvæmd æfinga.
  • Þekkja mismunandi erfiðleikastig í æfingum og hvernig aðlaga má æfingar að getu hvers og eins.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Skoða beitingu nokkurra styrktaræfinga og meta hvort æfingarnar samræmist markmiði og öryggi skjólstæðinga einkaþjálfarans út frá heilsufarssögu þeirra.
  • Beita sér í og kenna öðrum að beita réttri tækni í helstu styrktaræfingum.
  • Nefna þá vöðva sem eru þátttakendur í helstu styrktaræfingum.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Setja upp röð styrktaræfinga með öryggi skjólstæðings og besta árangur fyrir hvert markmið.
  • Útskýra fyrir skjólstæðing hvernig mismunandi líkamsstaða og afstaða líkamans við áhöld styrktarþjálfunar hefur áhrif á útkomu æfinganna.
  • Breyta líkamsstöðu og/eða stillingu áhalda til að hafa áhrif á útkomu æfinga og hámarka árangur.
  • Finna ákjósanlegustu æfingarnar fyrir mismunandi einstaklinga útfrá þörfum viðkomandi.
  • Þekkja og meta ranga beitingu helstu styrktaræfinga.
  • Stilla tækjabúnað eftir líkamsstærð skjólstæðinga.
  Námsmat byggist á áfangamarkmiðum. Þess skal gætt að námsmat taki til allra þátta námsins m.t.t. þekkingar, leikni og hæfni nemandans. Námsmat er í formi hlutaprófs, lokaverkefnis, verklegt próf eða símats. Lágmarkseinkunn í áfanganum er 7.