Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1517318737.38

    Lífeðlisfræði
    LÍFE2LÞ06
    1
    lífeðlisfræði
    lífeðlisfræði þjálfunar 2
    Samþykkt af skóla
    2
    6
    K1
    Í þessum áfanga verður fjallað um lífeðlisfræði mannsins. Nemendur læra hvernig mannslíkaminn starfar við mismunandi þjálfun og hvernig hin ýmsu líffæri og líffærakerfi mannslíkamans vinna saman sem ein heild. Kynnt verður fyrir nemendum öndunarkerfið þ.e. líffærafræði öndunarfæra, öndunarmynstur og loftskipti. Hjarta og æðakerfið verður tekið fyrir og því gert góð skil sem og einnig hvernig þessi tvö líffærakerfi vinna að því sameiginlega hlutverki að flytja súrefni um líkamann og hvaða áhrif regluleg þjálfun hefur á uppbyggingu þessara kerfa. Fjallað verður um orku til athafna og með áherslu á orkuríka efnasambandið ATP sem og niðurbrot kolvetna, fitu og prótína og áhrif mataræðis á líkamann í þjálfun. Nemendur læra um undirstöðuatriði taugakerfisins en farið verður í mið- og úttaugakerfið, uppbyggingu og starfsemi en einnig læra nemendur um uppbyggingu innkirtlakerfisins, áhrif ýmissa hormóna og hvernig við getum nýtt okkur þekkingu á hormónum til þess að halda okkur í kjörþyngd, léttast, byggja upp vöðva, minnka stress, bæta svefn og almennt bæta heilsu okkar. Einnig er farið í hitastjórnun í líkamanum og skoðaðir þættir eins helstu aðlaganir líkamans þegar kemur að því að æfa í heitu samanber köldu umhverfi.
    líffæra- og lífeðlisfræði
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Uppbyggingu og hlutverki hjarta-, æða - og öndunarkerfisins
    • Hvaða áhrif regluleg þjálfun hefur á öndunarkerfið
    • Hvaða áhrif regluleg þjálfun hefur á hjarta og æðakerfið
    • Helstu hjarta-, æða-, og öndunarfærasjúkdómum
    • Samspili orkuflutnings, orkumyndunar og orkunotkunar líkamans
    • Orkuefnasambandinu ATP, uppbyggingu þess og hvaða hlutverki það gegnir
    • Uppbyggingu, starfsemi og hlutverki tauga- og innkirtlakerfisins
    • Hitastýringu og samvægi líkamans
    • Hlutverki kransæða og mikilvægi þeirra
    • Helstu hlutum heilans og starfsemi hans
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Tengja saman hvernig mismunandi líffærakerfi vinna saman og borið saman hvernig þessi líffærakerfi starfa í þjálfuðum og óþjálfuðum einstaklingum
    • útskýra stjórnun öndunar og rakið þætti sem hafa áhrif á hraða og dýpt öndunar og hvernig þjálfun spilar þar stórt hlutverk
    • útskýra hreyfistjórnun og samþættingu vöðva og taugakerfis
    • Geta útskýrt taugaviðbragð
    • nýta þekkingu á hvernig nota megi hin ýmsu tæki og tól til þess að fylgjast með þjálfun
    • útskýra loftskipti og flutning lofttegunda og hvaða varnir líkaminn hefur gagnvart mengandi efnum
    • útskýrt hugtakið "útfall hjarta" og nýtt sér það við þjálfun
    • Geta gert grein fyrir þrem mismunandi orkukerfum til að mynda ATP og skilja undirstöðuatriði orkuflutnings í líkamanum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Geta útskýrt lífstílsákvarðanir sem geta haft jákvæð og neikvæð áhrif á mismunandi líffærakerfi líkamans.
    • Gera grein fyrir meginblóðæðum sem tengjast hjartanu.
    • Geta gert grein fyrir ávinningi þjálfunar á taugakerfinu hvað varðar viðbragðstíma, jafnvægi og samhæfingu
    • Nýta sér mismunandi áherslur á niðurbroti næringarefna við þjálfun einstaklinga
    • Geta leitað sér viðeigandi heimilda um líffærastarfsemi mannsins
    • Geta útskýrt hvernig samspil líffærakerfa er stjórnað og geta útskýrt hvernig þau hafa áhrif hvert á annað
    • Geta tengt þekkingu sína í lífeðlisfræði við líffærastarfsemi og sé fær um að taka upplýstar ákvarðanir í daglegu lífi um heilsu og lífsstíl
    • nýta þekkingu sína í lífeðlisfræði til þess að viðhalda kjörþyngd, léttast, byggja upp vöðva, minnka stress, bæta svefn og almennt bæta heilsu okkar
    Námsmat byggist á áfangamarkmiðum. Þess skal gætt að námsmat taki til allra þátta námsins og meti þekkingu nemandans, skilning og færni auk framfara, vinnulags og hugkvæmni. Lokamat er í formi lokaprófs, lokaverkefnis eða símats. Lágmarkseinkunn er 7 í áfanganum.