Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1517399817.36

  Næringarfræði
  NÆÞJ2LN05(K1)
  2
  Næringarfræði, líkaminn og næring
  Líkaminn og næring
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  K1
  Í þessum áfanga er farið ítarlega yfir helstu hugtök næringarfræðinnar: hlutverk og uppbyggingu orkuefnanna, kolvetni, prótein og fita í líkamanum. Tengsl orkuefnanna við innihald matvæla og áhrif á líkamann. Farið yfir öll vítamín, steinefni og snefilefni í líkamanum. Hvaðan þau koma úr matnum, áhrif þeirra í líkamanum, nýtingu næringarefna, uppbyggingu og samspil næringarefna og annarra efna í fæðunni. Mikilvæg hugtök sem tengjast næringarefnunum, meðalþörf, ráðlagðir dagskammtar, efri mörk neyslu og neðri mörk neyslu. Farið er yfir þætti sem hafa áhrif á fæðuinntöku fólks, andlega- og umhverfisþætti sem stjórna áti. Farið yfir mikilvæga útreikninga sem tengjast næringarfræðinni: grunnorkuþörf, heildarorkuþörf, próteinþörf, BMI stuðul og útreikninga á hitaeininga innihaldi matvæla. Einnig verður farið yfir leiðbeiningar fyrir fólk í yfirþyngd og mögulegar hindranir sem þetta fólk er að glíma við í tengslum við mataræði, skammtastærðir, andlega líðan, megrunarkúra og lyfjameðferðir. Í verklegum tímum er lögð áhersla á mismunandi verkefni sem öll miðast af því að nemendur öðlist sjálfstæð vinnubrögð og læri að afla sér vísindalegra upplýsinga til þess að svara næringarfræðilegum spurningum.
  Grunnáfangi í næringarfræði
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Virkni orkuefnanna, kolvetni, prótein og fita og yfirfæra þessa vitneskju sína yfir á mataræði og heilsuhegðun í kringum mat.
  • Virkni vítamínanna: fituleysanlegu og vatnsleysanlegu og tengja við innihald matvæla og virkni í líkamanum.
  • Virkni steinefnanna og snefilefnanna og meginvirkni hvers þeirra og viti hvað ráðlagðir dagskammtar standa fyrir, efri og neðri mörk.
  • Mismunandi orkuþörf fólks og skilning á andlegum og líkamlegum þáttum sem hafa áhrif á matarhegðun.
  • Mögulegum hindrunum sem fólk í yfirþyngd er að glíma við í tengslum við mataræði og hugsanlegum lausnum við þessum vandamálum.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Meta sértækar þarfir einstaklinga á orkuefnunum: kolvetni, prótein og fitu og gefa ráðleggingar eftir því.
  • Meta sértækar þarfir mismunandi einstaklinga fyrir vítamín, steinefni og snefilefni og gefa ráðleggingar eftir því.
  • Yfirfæra sértækar þarfir einstaklinga yfir á hagnýtar ráðleggingar um mataræði, fæðu og dagskipulag neyslu.
  • Reikna út þau atriði sem tengjast næringarfræðinni.
  • Taka ábyrgan þátt í samræðum tengda næringarfræðilegum málefnum og geta gagnrýnt þau málefni með vísindalegum rökum.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Bæta eigið mataræði og annarra, geta sett saman og/eða komið með tillögur að breytingum í átt að ákjósanlegu mataræði fyrir sig og aðra.
  • Tengja þekkingu sína á líkamsstarfsemi og þörfum líkamans á næringarefnum við líðan og árangur í daglegu lífi, starfi og skóla.
  • Temja sér gagnrýna hugsun og geti þannig tekið þátt í samfélagsumræðunni um mál sem tengjast næringu, kosti og ókosti einstakrar fæðu og mataræðis.
  • Leita sér viðeigandi heimilda um næringartengd efni og geti komið þeim til skila til skjólstæðinga sinna með ábyrgum hætti.
  • Greina hvað einstaklingur getur tekið að sér og hvaða málum ber að vísa áfram til sérfræðings.
  Námsmat byggist á áfangamarkmiðum. Þess skal gætt að námsmat taki til allra þátta námsins m.t.t. þekkingar, leikni og hæfni nemandans. Námsmat er í formi hlutaprófs, lokaverkefnis eða símats. Lágmarkseinkunn er 7.