Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1517400626.97

    Sértæk næringarfræði
    NÆÍÞ3NÞ04
    1
    næringarfræði, íþróttir og þjálfun
    næring, þjálfun
    Samþykkt af skóla
    3
    4
    K1
    Í þessum áfanga er lögð áhersla á næringu mismunandi hópa: íþróttamanna, unglinga, aldraðra, þungaðra kvenna, kvenna með barn á brjósti, átröskun og mataræði sem minnkar áhættuna (og sem meðferð í einhverjum tilfellum) á myndun ýmissa lífsstílstengdra sjúkdóma: hjarta- og æðasjúkdóma, háþrýstings, sykursýki af gerð 2, beinþynningu, efnaskiptavillu, MS- sjúkdóms og sumum tegundum krabbameina. Skoðaðar verða ráðleggingar Embætti Landlæknis um mataræði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri og staðan á mataræði íslendinga út frá landskönnun. Íslenski gagnagrunnurinn um efnainnihald matvæla (ÍSGEM) er kynntur fyrir nemendum. Einnig er farið yfir kosti og galla inntöku ýmissa fæðubótarefna fyrir almenning. Í verklegum tíma er lögð áhersla á sjálfstæð vinnubrögð, nemendur læra að lesa upplýsingar og næringargildi á umbúðum matvæla. Þar er einnig farið yfir og kennd hin ýmsu verkfæri til þess að meta mataræði mismunandi einstaklinga. Nemendur æfa sig að gera mismunandi útfærslu á leiðbeiningum sem kennir þeim frekar að takast á við sína skjólstæðinga með mismunandi þarfir og markmið.
    NÆÞJ2LN05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Ráðleggingum um mataræði og næringarefni fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri og hvað liggur til grundvallar þeim ráðleggingum.
    • Þekki fyrirbyggjandi ráðleggingar um mataræði fyrir ýmsa lífsstílstengda sjúkdóma: hjarta- og æðasjúkdómar, háþrýstingur, krabbamein, sykursýki, beinþynning, MS-sjúkdóm.
    • Þekki mismunandi ráðleggingar um mataræði fyrir mismunandi hópa fólks: íþróttamenn, þungaðar konur, konur með barn á brjósti, unglingar, aldraðir, átröskun og átti sig á þeim vísindum sem liggja á bakvið þessum ráðleggingum og geti nýtt það til þess að hjálpa mismunandi skjólstæðingum með breytileg markmið.
    • Merkingum á íslenskum matvælum og geti lesið út úr þeim og frætt skjólstæðinga sína um það hvernig er hagnýtast að velja matvörutegundir við hæfi.
    • Þekki matvælalöggjöfina á íslandi og reglur um merkingar matvæla og forsendur sem þurfa að liggja að baki fullyrðingum á umbúðum.
    • Þekki opinberar ráðleggingar um mataræði og næringarefni og skilji hvað liggur á bakvið þessum ráðleggingum.
    • Þekki helstu einkenni íslensks mataræðis og matarmenningar og hvaða næringartengdu atriði þarf að huga að.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Reikna út næringargildi fæðu með næringarefnatöflum og reikniforritum.
    • Skoða mataræði skjólstæðinga sinna á gagnrýninn hátt og meta hvað megi betur fara og hvað sé gott.
    • Sýni frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð til þess að finna ákjósanlegar fæðutegundir til að bæta mataræði skjólstæðinga sinna og geti metið hvaða breytinga sé þörf út frá neyslusögum eða matardagbókum.
    • Yfirfæra vitneskju sína um næringu mismunandi hópa fólks og fyrirbyggjandi næringu fyrir ýmsa lífsstílstengda sjúkdóma í hagnýtar ráðleggingar um val á fæðutegundum fyrir skjólstæðinga með mismunandi markmið.
    • Setja fram tillögur að breyttri hegðun út frá þekktum kenningum um breytingar á heilsuhegðun.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Bæta eigið mataræði og sértækra hópa og geta sett saman og/eða komið með tillögur um breytingum á mataræði í átt að ákjósanlegu mataræði með hagnýtum ráðleggingum, aðhaldi og hvatningu fyrir skjólstæðinga með mismunandi markmið.
    • Taka þátt í gagnrýnum umræðum um tískustrauma og markaðssetningu, kosti og ókosti einstakrar fæðu, fæðubótarefna eða mataræðis fyrir mismunandi einstaklinga. Geta komið með rök með og á móti byggt á vísindalegum grunni.
    • Tengja þekkingu sína á líkamsstarfseminni og þörfum líkamans á næringu við líðan og árangur í daglegu lífi, starfi, skóla og íþróttum.
    Námsmat byggist á áfangamarkmiðum. Þess skal gætt að námsmat taki til allra þátta námsins m.t.t. þekkingar, leikni og hæfni nemandans. Námsmat er í formi hlutaprófs, lokaverkefnis, lokaprófs eða símats. Lágmarkseinkunn er 7.