Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1517571198.51

    ERGÓ - samfélagið og umheimurinn
    FÉLA1SA05
    20
    félagsfræði
    Samfélagið
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum vinna nemendur ýmis konar verkefni, bæði einstaklingsverkefni og í hópum. Lögð er áhersla á að kynning verkefna verði með fjölbreyttum hætti. Einnig verða kennd grunnatriði í þeim vinnubrögðum sem ætlast er til að nemendur noti við nám sitt við skólann.
    Fjallað verður um flokkanir, staðalímyndir, fordóma, jafnrétti, borgaravitund og friðarmenningu. Að auki verður fjallað um sjálfsmynd, siðfræði, fjölmiðla, lýðræði, og önnur samfélagsmál. Stórt lokaverkefni unnið. Læsi verður í brennidepli, það er að segja að nemendur verði læsir á sjálfa sig, samfélagið og umheiminn.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - mikilvægi góðra samskipta og nokkrum aðferðum til að rækta þau
      - helstu réttindum og skyldum borgara er lúta að lýðræði og jafnrétti
      - áhrifum auglýsinga á sjálfsmynd og neyslu
      - læsi á sjálfan sig og samfélagið
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - flytja mál sitt á skýran og áhugaverðan hátt
      - skipuleggja og taka þátt í verkefnavinnu
      - draga saman aðalatriði og gera grein fyrir þeim
      - afla upplýsinga úr heimildum, meta þær og nýta á viðurkenndan hátt
      - færa rök fyrir skoðunum sínum og afstöðu
      - taka rökstudda afstöðu til álitamála í samfélaginu
      - skipuleggja og taka ábyrgð á eigin fjármálum
      - sýna í verki skilning á læsi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - tjá skoðanir og afstöðu til álitamála með rökum og virðingu fyrir andstæðum sjónarmiðum
      - velja sér viðfangsefni og gera grein fyrir þeim
      - kynna sér viðfangsefni til hlítar
      - setja sér markmið með hliðsjón af eigin áhuga og hæfni
      - leggja sitt af mörkum í samskiptum og samvinnu
      - vera læs á sjálfan sig í víðu samhengi og geta mætt nýjum hlutum með gagnrýninni hugsun
    Áfanginn er símatsáfangi þar sem áhersla er lögð á kynningar, jafningjamat og leiðsagnarmat. Lögð er mikil áhersla á mætingu og þátttöku í tímum.