Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1517582165.75

    Skyndihjálp
    SKYN2SÞ01(K1)
    6
    skyndihjálp
    Skyndihjálp, heilsurækt
    Samþykkt af skóla
    2
    1
    K1
    Í þessum áfanga er farið í helstu atriði og viðbrögð við óvæntum slysum og veikindum. Námskeiðið er bóklegt og verklegt. Áhersla er lögð á góðan skilning á efninu og færni í grunnendurlífgun og notkun hjartastuðtækja, meðhöndlun veikra og slasaðra. Farið verður m.a. yfir eftirfarandi þætti: streita í neyðartilfellum, tilfinningarleg viðbrögð eftir að hafa veitt skyndihjálp, sálrænn stuðningur og að forðast sýkingar. Einnig verður farið vel yfir fjögur skref skyndihjálpar; tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp. Grunnendurlífgun, sjálfvirkt hjartastuð, áverkar og bráð veikindi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Hinum fjórum skrefum skyndihjálpar.
    • Helstu áverkaeinkennum og réttum viðbrögðum við þeim.
    • Helstu einkennum bráðra veikinda og réttum viðbrögðum við þeim.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Sýna rétt viðbrögð við slysum.
    • Meta ástand sjúkra og slasaðra.
    • Veita skyndihjálp við slys og bráð veikindi.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Geta veitt sálræna skyndihjálp.
    • Geta veitt endurlífgun og geti beitt sjálfvirku stuðtæki i neyðartilfellum.
    • Geta bundið um sár og flutt sjúkling til við yfirvofandi hættu.
    • Geta sett sjúklinga í læsta hliðarlegu og tryggt þannig öryggi þeirra.
    Námsmat byggist á áfangamarkmiðum. Þess skal gætt að námsmat taki til allra þátta námsins m.t.t. þekkingar, leikni og hæfni nemandans. Námsmat er í formi verklegs prófs og krossaprófs.