Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1517828674.95

  Hagnýt styrktarþjálfun
  STYR3FR06
  1
  styrktarþjálfun
  framhald styrktarþjálfunar
  Samþykkt af skóla
  3
  6
  K1
  Farið er í nokkur hugtök lífaflsfræðinnar og þau tengd við beitingu mannslíkamanns í styrktarþjálfun. Sýnt er fram á að afstaða líkamans gagnvart ytra umhverfi og þeim áhöldum sem notuð eru í styrktarþjálfun, skiptir máli upp á hámarksafköst að gera. Kenndar eru nokkrar grunnæfingar styrktarþjálfunar í tækjasal og skoðaður munurinn á mismunandi beitingu út frá afstöðu útlima og áhalda. Rifjuð eru upp hugtök úr styrktar- og hreyfifræðinni og er þeim beitt við útfærslu æfinga með styrktarþjálfunaráhöld. Skoðað er uppsetning æfinga, hvernig hún skiptist í upphitun, liðkun, æfingar, niðurlag og teygjur.
  VOHR3VF06
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Helstu hugtökum hreyfifræðinnar s.s. kraftvektor, áfallshorn, vogararmur, þyngdarmiðja.
  • Áhrifum lengri og styttri vogararma á kraftbeitingu.
  • Áhrifum kraftvektora á útkomu hreyfingar.
  • Hvernig nýta má þekkingu á lífaflfræði til að lagfæra beitingu skjólstæðings í styrktaræfingum.
  • Helstu æfingar styrktarþjálfunar.
  • Áhrif aukins vöðvamassa á útkomu styrktaræfinga útfrá sjónarhorni lífaflfræðinnar.
  • Hvernig á að greina á milli áhrifa taugafræðilegrar hömlunar og lífaflfræðilegs ójafnvægis í styrktarþjálfun.
  • Uppbyggingu æfingar til að fá sem best áhrif á líkamann með tilliti til afkasta og forvarna.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Skoða beitingu nokkurra styrktaræfinga og meta hvort hámarksafköstum sé náð út frá lífaflfræðilegum breytum.
  • Hafa áhrif á útkomu styrktaræfinga með því að stytta eða lengja vogararma.
  • Finna út hvernig má hámarka afköst hreyfinga með tilfærslu kraftvektora.
  • Leiðbeina skjólstæðing með öruggustu beitingu í styrktarþjálfun.
  • Leiðbeina skjólstæðing með upphitun, liðkun og niðurlag æfinga.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Setja upp röð styrktaræfinga með öryggi skjólstæðings og bestu nýtingu á afli í huga.
  • Útskýra fyrir skjólstæðingi hvernig mismunandi líkamsstaða og afstaða líkamans við áhöld styrktarþjálfunar hefur áhrif á útkomu æfinganna.
  • Breyta líkamsstöðu og/eða stillingu áhalda til að hafa áhrif á æfingar.
  • Finna ákjósanlegustu æfingar fyrir mismunandi einstaklinga útfrá þörfum viðkomandi.
  • Þekkja og meta ranga beitingu helstu styrktaræfinga.
  • Stilla tækjabúnað eftir líkamsstærð skjólstæðinga.
  • Setja upp heildræna æfingu sem tekur á öllum þáttum, upphitun, styrktarþjálfun, niðurlag og teygjum.
  Námsmat byggist á áfangamarkmiðum. Þess skal gætt að námsmat taki til allra þátta námsins m.t.t. þekkingar, leikni og hæfni nemandans. Námsmat er í formi hlutaprófs, lokaverkefnis, verklegt próf eða símats. Lágmarkseinkunn er 7.