Í þessum áfanga er farið yfir megin atriði æfingakerfa og þarfagreiningar fyrir almenning. Útskýrt er uppbyggingarferli æfingakerfa út frá þeirri hreyfingu sem viðkomandi leggur stund á en einnig út frá aldri og kyni. Kenndar eru aðferðir við að setja upp sniðmát til æfingakerfasmíði og skoðuð eru helstu æfingakerfaforrit á markaðnum. Nemendum er kennt að meta á raunsæjan hátt, helstu breytur æfingakerfa, s.s. magn álags, tíðni æfinga og hraða framþróunar, út frá líkamlegu ástandi og markmiði skjólstæðinga sinna. Í áfanganum verða eftirfarandi efnisþættir kynntir: Hvernig er uppbygging styrktaræfingakerfa til hliðsjónar við aðra þætti líkamlegra þjálfunarþátta svo sem úthalds og þols. Farið í gegn um þau atriði sem öll æfingakerfi þurfa að taka á. Mælingar og markmið. Hvað þarf æfingakerfi að innihalda. Uppbygging grunnþjálfunar, með t.t. leiðréttingarþjálfunar-, styrktarþjálfunar-, liðleikaþjálfunar- og fitubrennsluæfingarkerfa. Listi yfir æfingar. Grunnhugtök útskýrð. Skilningur á flækjustigi við kennslu æfingakerfasmíði og hvernig hægt er að blanda saman styrktar-, úthalds- og liðleikaþjálfun við einkaþjálfun.
VOHR3VF06
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Hver þáttur æfingakerfasmíði er í heildarárangri við þjálfun.
Flækjustigi æfingakerfasmíða og hvernig nota má tölvuforrit í æfingakerfasmíði.
Samspili mismunandi æfinga við þjálfun.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Nýta sér tölvuforrit og töflur til að skrifa æfingakerfi.
Setja saman bestu æfingar í heilsteypt æfingakerfi sem á við hverju sinni.
Útskýra þjálfunaráætlun fyrir skjólstæðingi.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Byggja æfingakerfi frá grunni með réttar þarfir iðkandans í huga.
Breyta æfingakerfum eftir aðstæðum, til að mynda vegna meiðsla iðkandans eða æfingaálags.
Velja bestu æfingar hverju sinni m.t.t. reynslu, aldurs, getu og kyns iðkandans.
Námsmat byggist á áfangamarkmiðum. Þess skal gætt að námsmat taki til allra þátta námsins m.t.t. þekkingar, leikni og hæfni nemandans. Námsmat er í formi hlutaprófs, lokaverkefnis, lokaprófs eða símats. Lágmarkseinkunn er 7.