Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1517830059.15

    Starfsumhverfi einkaþjálfara
    STEÞ3SE06
    1
    Starfsumhverfi einkaþjálfara
    framkoma þjálfara, markaðsmál, þjónusta
    Samþykkt af skóla
    3
    6
    K1
    Í þessum áfanga er farið yfir þá þætti sem snúa að viðskiptalegu hlið starfsins einkaþjálfari s.s. markaðssetningu, sölumennsku, skyldur verktaka gagnvart ríki og samfélaginu, framkoma og ímynd þjálfara á vinnustað. Kenndar eru einfaldar aðferðir við að láta hugsanlega viðskiptavini vita af þjónustuframboði einkaþjálfarans, beita samningatækni við að loka sölu, búa til ímynd með góðri framkomu og líkamstjáningu, hvernig góð þjónusta vinnur að orðspori og hvernig sá þáttur er byggður upp. Ítarlega er farið yfir muninn á skyldum launþega og verktaka.
    grunnáfangi í stærðfræði og sálfræði
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Grunnlögmálum markaðsfræðinnar.
    • Grunntækni í sölumennsku og samningatækni.
    • Hvað einkennir góðan einkaþjálfara, fyrirmyndar framkomu sem og það að vera fyrirmynd viðskiptavina hans, bæði í lífstíl og þjálfun.
    • Mikilvægi þess að hafa skipulagskerfi á tímatöflum, æfingakerfum og öðrum skipulagsþáttum sem snerta starfið.
    • Hvernig hægt er að hámarka innkomu og lágmarka kostnað með góðu skipulagi.
    • Siðferðisskyldum einkaþjálfara.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Setja upp einfalda viðskiptaáætlun fyrir starfsemi einkaþjálfara.
    • Loka sölu.
    • Sýna góða framkomu í viðtalstímum og beita góðri líkamstjáningu auk þess að beita virkri hlustun.
    • Sýna ávallt fyrirmyndarframkomu með það í huga að einkaþjálfarinn er hans eigið vörumerki hvar sem hann er.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Koma sér á framfæri á markaði og finna leiðir til að markaðssetja með notkun veraldarvefsins.
    • Hefja samtal við hugsanlega viðskiptavinu og loka sölu.
    • Standa skil á opinberum gjöldum ef starfað er sem verktaki.
    • Veita viðskiptavinum sínum hvatningu sem lið í lífstílsbreytingum þeirra.
    • Vera fyrirmynd á þann hátt er krafist er af fagfólki í líkamsræktariðnaðinum.
    Námsmat byggist á áfangamarkmiðum. Þess skal gætt að námsmat taki til allra þátta námsins m.t.t. þekkingar, leikni og hæfni nemandans. Námsmat er í formi hlutaprófs, lokaverkefnis, lokaprófs eða símats. Lágmarkseinkunn er 7.