Skemmtileg saga með eftirminnilegum persónum. Sagan hefur lengi verið álitin besta Íslendingasagan og er örugglega sú vinsælasta. Sagan er lesin og rætt og ritað um efni hennar með hliðsjón af öðrum miðaldabókmenntum, einkum Íslendingasögum og riddarasögum. Auk þess verður horft á bíómyndir sem tengja má við hugmyndaheim sögunnar.
ÍSLE2HB05 (eða annar lokaáfangi á 2. þrepi)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
gildi íslenskra miðaldabókmennta fyrir menningu nútímans
hugmyndaheimi norrænna manna eins og hann kemur fram í bókmenntunum
mismunandi tegundum miðaldabókmennta og innbyrðis tengslum þeirra
fræðilegri greiningu bókmenntatexta
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
tileinka sér orðfæri miðaldatexta
lesa miðaldabókmenntir sér til gagns og gamans
fjalla með skipulegum hætti um valið bókmenntaverk og greina ýmis helstu einkenni frásagnarlistarinnar
lifa sig inn í efni og aðstæður verksins og túlka efni þess á gagnrýninn hátt
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
hafa skilning á hetjuímynd fornbókmennta og stöðu kvenna
meta sannleiksgildi sögunnar út frá ritunartíma hennar
taka afstöðu til umfjöllunar fræðimanna og leikmanna um Njáls sögu
auka skilning á textagreiningu, efla málkennd og þjálfa málnotkun
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.