Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1518450776.69

  Spuni
  LEIK1LE05
  23
  leiklist
  leiklist
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Áfanginn skal veita grunnþekkingu á tækni leikarans í spunavinnu. Áhersla er lögð á að þjálfa öguð, skapandi og jákvæð vinnubrögð. Unnið er með grundvallaratriði í spuna með áherslu á leikgleði, samstarf og sjálfstraust. Nemendur þjálfast í að byggja upp persónur frá grunni og sjálfstraust þeirra styrkt og framkoma æfð í öruggu umhverfi. Lögð er áhersla á að þjálfa samvinnuhæfni, framkomu og virka hlustun.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Mikilvægi samvinnu og hlustunar í leiklistarvinnu
  • Mikilvægi þess að nýta sér jákvæðni í samvinnu við aðra í leiklis
  • Mikilvægi þess að vinna hratt og ákveða ekki endapunkt vinnunnar fyrirfram
  • Tækifærunum sem felast í mistökunum
  • Mikilvægi þess að stjórna ekki framvindunni í spunaatriðum
  • Mikilvægi flæðisins fremur en endapunktsins í spuna
  • Mikilvægi mótleikarans
  • Aðstæðum og kringumstæðum í spunaleik
  • Hinum gefnu forsendum í leiklist
  • Mikilvægi þess að þjálfa einbeitingu, snerpu, ímyndunarafl og virka hlustun
  • Hvað felst í því að setja sig í karakter
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Taka við uppbyggilegri gagnrýni
  • Gefa uppbyggilega gagnrýn
  • Beita jákvæðri hlustun í sköpun á spunaatriðum
  • Véfengja ekki ákvarðanir sínar
  • Nýta sér mistök sín sem tækifæri
  • Tjá sig um uppbyggingu atriða samnemenda sinna
  • Leyfa flæði í spuna að færa sig nær lokapunkti atriðis
  • Beita hinum gefnu forsendum í spuna án umhugsunar
  • Beita sjálfstæðum vinnubrögðum og sjálfsaga í leiklistarvinnu
  • Vinna með virðingu fyrir samnemendum sínum
  • Vinna með hugmyndir á skapandi og sjálfstæðan hátt
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Búa yfir jákvæðu og uppbyggilegu viðhorfi í sköpunarvinnu gagnvart öðrum nemendum
  • Geta sett upp leikverk án fyrirvara
  • Geta nýtt spuna til að búa til heilsteypta persónu
  • Beita sjálfstæðum vinnubrögðum og frumkvæði í spuna
  • Setja sig í hlutverk og halda því í leikrænum aðstæðum
  • Setja á svið stutta leikþætti samda út frá gefnum forsendum
  • Geta þróað spunavinnu
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá