Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1518535004.03

    Vistfræði
    LÍFF3VF05
    19
    líffræði
    vistfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Fjallað um helstu hugtök og meginviðfangsefni vistfræðinnar. Skýrt hvernig vistkerfi verða til við samspil lifandi og lífvana náttúru, líffræðilegan fjölbreytileikka og og hvernig athafnir mannsins geta raskað kviku jafnvægi vistkerfa. Fjallað er um flæði orku, efnahringrásir, stofna lífvera og lögmál sem þeir lúta í vistkerfum. Kenningar um uppruna íslenska lífrikisins og helstu vistkerfi lands og sjávar kynnt. Vistfræðileg staða mannkyns verður reifuð og í því samhengi tekin fyrir umhverfismál, náttúruvernd og nýting náttúruauðlinda á sjálfbæran hátt. Nemendur fá grunnþjálfun í helstu rannsóknaraðferðum, m.a. með vettvangsferðum og framsetningu og kynningu niðurstaðna.
    LIFF2GR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu hugtökum vistfræðinnar
    • ólíkum gerðum vistkerfa, tengslum lífvera innbyrðis og við ólífræna hluta umhverfisins
    • flæði orku um vistkerfi og helstu efnahringrásum
    • stofnum lívfera og áhrifsþáttum þeirra
    • líffræðilegri fjölbreytni, sjálfbærri nýtingu og helstu umhverfisvandamálum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita helstu hugtökum vistfræðinnar í umfjöllun um náttúrufræði
    • þekkja helstu vistkerfi og hlutverk helstu lífveruhópa í þeim
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • átta sig á umhverfi sínu, úr hverju það er gert og að gerðir þeirra geta haft ýmis áhrif á það
    • upplifa umhverfi sitt á auðugri hátt
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá