Stærðfræði, sögu og listum er fléttað saman á þverfaglegan hátt í þessum áfanga. Nemendur auka grunnþekkingu í þessum greinum, læra að leita sér upplýsinga, túlka þær og greina. Leitast er við að fjalla um þessa þætti í víðum skilningi og hamla ekki hugsanir og hugmyndir nemenda. Ætlast er til að nemendur sýni sjálfstæð vinnubrögð. Þeir hafa frjálsar hendur við að miðla verkefnum sínum en eru hvattir til að nálgast viðfangefni sín á fjölbreyttan hátt. Námið byggist á hugmyndafræði persónumenntar og því er ætlað að efla gagnrýna hugsun, sjálfsþekkingu, heilbrigðan lífsstíl, stærðfræði- og tungumálakunnáttu. Verkefnum er haldið til haga fyrir raunfærnimat á áframhaldandi námi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þeim sögulegu þáttum sem unnið er með hverju sinni
mismunandi birtingarmyndum stærðfræði
hvernig listsköpun fléttast inn í daglegt líf
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
að beita stærðfræði í daglegu lífi
að tengja saman stærðfræði, sögu og listir á þverfaglegan hátt
koma auga á og greina samhengi milli ólíkra námsgreina
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
miðla þekkingu sinni á frambærilegan og fjölbreyttan hátt
nýta þekkingu sína í stærðfræði og sögu á skapandi hátt
geta beitt listrænum aðferðum, sögulegri þekkingu og stærðfræði við verkefnavinnu
Leiðsagnarmat. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram