Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1519221903.67

  Barnabókmenntir
  ÍSLE3CC05
  61
  íslenska
  Barnabókmenntir
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Markmið áfangans er að nemendur öðlist góða þekkingu á sögu og þróun íslenskra barna- og unglingabókmennta og máli og menningarheimi barna: máltöku, málþroska og ritun. Þeir þjálfist í lestri fræðigreina um efnið, öðlist leikni í að gera grein fyrir lestrarreynslu sinni munnlega og skriflega og geti notað þekkingu sína og leikni til að segja/skrifa sögur á skilmerkilegan hátt.
  ÍSLE2BB05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • þróunarsögu íslenskra barna- og unglingabóka
  • hugmyndafræðilegum tengslum og skyldleika íslenskra og erlendra barna- og unglinabóka
  • helstu bókmenntafræðilegu hugtökum sem tengjast barna- og unglingabókum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • greina texta úr barna- og unglingbókum út frá bókmenntafræðilegum hugtökum og skilgreiningum
  • segja frá eigin reynslu í mæltu og rituðu máli
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • geta fjallað af skilningi og þekkingu um íslenskar barna- og unglingabækur
  • geta sett saman eigin skáldaðar sögur fyrir börn, munnlega og skriflega, í ljósi bókmenntafræðilegra hefða, hugtaka og skilgreininga
  Símat