Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1519222235.13

  Skapandi greinar og íslensk menning
  ÍSLE3CD05
  62
  íslenska
  Skapandi greinar og íslensk menning
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í áfanganum eru skoðaðir ýmsir miðlar nútímans með áherslu á íslenskt mál, þar sem t.a.m. kvikmyndir og bókmenntir eru tengdar saman, farið yfir hugtök sem tengjast bókmenntagreiningu og notuð til að greina kvikmyndir. Einnig eru bornar saman skáldsögur og kvikmyndir og fjallað um það ferli að færa skáldsögu í myndform. Tölvuleikir og tengsl þeirra við menningararf og tungumál eru skoðuð og greind, dægurlagatextar rannsakaðir og bragfræðileg atriði athuguð í sambandi við þá. Greinaskrif í dagblöð greind og nemendur þjálfaðir í mismunandi tegundum ritunar. Hugleiðingar um áhrif samfélagsmiðla, bloggfærslna, samskiptaforrita, smáskilaboða og annarra tækninýjunga á íslenskt mál og menningu. Nemendur gera grein fyrir námsefninu og reynslu sinni af því munnlega og skriflega.
  ÍSLE2BB05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Hugmyndafræðilegum tengslum ólíkra miðla
  • Ólíkum miðlum og notkun tungumálsins í tengslum við þá
  • Aðlögun bókmennta í kvikmyndum, sjónvarpi, tölvuleikjum eða öðrum myndrænum listformum nútímans
  • Helstu bókmenntafræðilegu hugtökum sem notuð eru í greiningu kvikmynda og annars myndefnis
  • Helstu bragfræðilegu hugtökum sem nýtast við greiningu dægurlagatexta
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Beita bókmenntahugtökum, t.d. við greiningu á kvikmyndum og öðru myndefni
  • Beita bragfræðilegum hugtökum, t.d. við greiningu á dægurlagatextum
  • Segja frá eigin reynslu í mæltu og rituðu máli
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Geta fjallað af skilningi og þekkingu um tengsl tungumáls og skapandi greina nútímans
  • Vera gagnrýninn á notkun tungumálsins
  • Geta notað tungumálið og menningararfinn á skapandi hátt, t.d. í tækniumhverfi
  Símat