Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1519655895.52

    Málfræði, hlustun og tal
    ENSK1AU05
    75
    enska
    Málfræði, hlustun og tal
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Sérstök áhersla er lögð á að þjálfa nemendur í daglegri notkun tungumálsins. Undirstöðuatriði enskrar málfræði eru rifjuð upp. Unnar eru æfingar þar að lútandi til að styrkja þekkingu nemenda. Lesnar eru einfaldar tímaritsgreinar sem snúa að viðskiptum. Í áfanganum eru markvissar hlustunaræfingar og enskt talmál æft m.a. í tengslum við lestrar- og hlustunarefni. Áhersla er lögð á að auka sjálfstraust nemenda og öryggi í því að tjá sig á ensku. Þegar líður á önnina beinist val námsefnisins að því að kenna hagnýtan orðaforða sem gagnast í væntanlegu starfsumhverfi (skrifstofu- og viðskiptaenska). Nemendum er kennd undirstöðuatriðin í ritun og uppsetningu formlegs ensks texta og kennt að nota leiðréttingarforrit í ritvinnslu. Nemendur tileinka sér hagnýtan orðaforða og upplýsingar sem nýtast þeim í atvinnulífinu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • flokka grundvallarhugtök sem notuð eru í enskri málfræði.
    • lesa sér til gagns og ánægju létta viðskiptatengda texta.
    • flokka og bera saman helstu réttritunarreglur í ensku
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita viðeigandi málfræðireglum.
    • tjá sig um kunnuleg málefni.
    • nota leiðréttingarforrit
    • skrifa einföld viðskiptatengd fyrirmæli.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leggja mat á orðaval í ritun.