Í áfanganum verður farið í eina langa gönguferð sem tekur 2 daga með gistingu og undirbúning fyrir ferðina. Áfanginn hefst á undirbúningi fyrir ferð af þessu tagi. Farið verður yfir búnað, nesti, öryggisatriði og líkamlegt ástand sem þarf til ferða yfir lengri tíma. Síðan verður farin gönguferð þar sem gengið er yfir fjall og ósnortna náttúru, gist í fjallakofa og gengið áleiðis heim aftur. Nemendur þufta að bera allan búnað sem þeir þurfa yfir daginn sjálfir. Ferðin verður farin yfir helgi.
engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
öryggisatriðum sem tengjast styttri og lengri gönguferðum
hvaða búnað þarf í styttri og lengri gönguferðir t.d. fatnað, nesti og skóbúnað
mikilvægi góðrar líkamsgetu við lengri gönguferðir
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
meta veðurspá
nota snjalltækni til að kortleggja útivistina
nýta sér upplýsingar af kortum
vera með réttan búnað með sér í með tilliti til þyngdar og rúmmáls
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nýta heilsulæsi sitt til að nálgast upplýsingar og nýta sér þær til að efla og viðhalda góðri heilsu
til að undirbúa sig fyrri mismunandi aðstæður við útivist
meta eigin líkamlegu færni til að takast á við mismundi aðstæður