Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1519981207.15

    Afþreyingarsálfræði
    SÁLF1AÞ04
    9
    sálfræði
    Afþreyingarsálfræði
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    Kvikmyndir, sjónvarpsefni, auglýsingar og annað afþreyingarefni skoðað út frá þeim sálfræðilegu þáttum sem þar birtast. Kannað er hvaða sálrænu eiginleikar birtast í kvikmyndapersónum, bæði styrkleikar og veikleikar, og jafnvel sjúkleiki. Sérstaklega verður hugað að því hvað siðblinda er og hvernig hún birtist í kvikmyndum og sjónvarpsefni. Fjallað er um hvaða sálfræði býr að baki auglýsingum og áhrifum þeirra á neytendur. Um leið fá nemendur innsýn í fræðigreinina sálfræði.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • kvikmyndum og sjónvarsþáttum sem fjalla um sálfræðileg mál
    • auglýsingasálfræði
    • ýmsum þekktum sálrænum kvillum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina sálfræðilega þætti í kvikmyndum og sjónvarpsefni
    • fjalla um sálfræðilega þætti í kvikmyndum og sjónvarpsefni á gagnrýninn hátt
    • fjalla um auglýsingar með sálfræðilegri nálgun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • öðlast frekari skilning á og innsýn í fræðigreinina sálfræði
    • horfa á afþreyingarefni frá fræðilegu sjónarhorni
    • taka auglýsingum á gagnrýninn hátt
    Ýmis tímaverkefni 70%; stórt verkefni 30%