Kvikmyndir, sjónvarpsefni, auglýsingar og annað afþreyingarefni skoðað út frá þeim sálfræðilegu þáttum sem þar birtast. Kannað er hvaða sálrænu eiginleikar birtast í kvikmyndapersónum, bæði styrkleikar og veikleikar, og jafnvel sjúkleiki. Sérstaklega verður hugað að því hvað siðblinda er og hvernig hún birtist í kvikmyndum og sjónvarpsefni. Fjallað er um hvaða sálfræði býr að baki auglýsingum og áhrifum þeirra á neytendur. Um leið fá nemendur innsýn í fræðigreinina sálfræði.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
kvikmyndum og sjónvarsþáttum sem fjalla um sálfræðileg mál
auglýsingasálfræði
ýmsum þekktum sálrænum kvillum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina sálfræðilega þætti í kvikmyndum og sjónvarpsefni
fjalla um sálfræðilega þætti í kvikmyndum og sjónvarpsefni á gagnrýninn hátt
fjalla um auglýsingar með sálfræðilegri nálgun
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
öðlast frekari skilning á og innsýn í fræðigreinina sálfræði