Nemendur fá bóklega fræðslu varðandi grunnrétti vinnuvélaprófs. Grunnréttindi eru J flokkur (lyftarar með 10
tonna lyftigetu og minni), D flokkur (körfukranar og steypudælur), og C flokkur (brúkranar).
Aldurstakmark í áfangann er 16 ár og má hefja verklega þjálfun þremur mánuðum fyrir 17 ára afmælisdag (ekki
hluti þessa áfanga). Aldurstakmark fyrir vinnuvélaréttindi er 17 ár og bílpróf.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
vinnuverndarmálum.
eðlisfræði, vökvafræði og vélfræði vinnuvéla.
umhirðu rafgeyma í vinnuvélum.
öryggi sem viðhafa þarf við skurðgröft.
eiginleikum og kröfum sem gilda um einstaka flokka vinnuvéla.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
umgangast vinnuvél réttindaflokksins.
stjórna vinnuvél réttindaflokksins.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: