Lýðheilsa með áherslu á hreyfingu, vellíðan og útivist
ÍÞRÓ1ÚF03
55
íþróttir
gönguferðir á fjöll, hreyfing, útivist
Samþykkt af skóla
1
3
Í áfanganum fá nemendur kynningu á hreyfingu, útivist og áhrifum hennar á líðan þeirra. Bókleg kennsla fer fram í formi fyrirlestra og verkefnavinnu. Í gegnum fyrirlestra eru gönguferðir kynntar fyrir nemendum, auk undirbúnings fyrir slíkar ferðir, fyrsta hjálp í óbyggðum, kortalestur, rötun, o.fl. Nemendur verða kynntir fyrir útivist sem einu formi af heilsurækt
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
notkun viðeigandi búnaðar við útivist.
að skilja og geta lesið í veðurspár m.t.t. útivistar.
lesa og skilja landakort.
notkun áttavita.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa af korti.
reikna vegalengdir á korti út frá upplýsingum á því.
ganga eftir áttavita.
bregðast við óhöppum úti í óbyggðum og veita viðeigandi aðstoð.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
að meta aðstæður m.t.t. ferðaáætlunar, veðurs, búnaðar og markhóps.
að lesa í kort, með notkun áttavita til að átta sig á næstu skrefum.
afla sér upplýsinga um staðarhætti á ákveðnu svæði.
meta og skilja hættur í umhverfinu.
Áhersla er lögð á mætingu og virkni, samvinnu í hóp og verkefnavinnu.