Í áfanganum er lögð áhersla á að efla hjá nemandanum alla þætti tungumálsins, að efla sjálfsöryggi hans og tjáningu á eigin hugsunum, svo og sjálfstæði hans og ábyrgð í vinnubrögðum.
Tal: Nemendur þjálfist í að tala saman af öryggi um námsefni áfangans, að svara fyrirspurnum og færa rök fyrir skoðunum sínum. Nemendur geti gefið nákvæmar lýsingar á flóknum málefnum og dregið saman niðurstöður.
Hlustun: Nemendur vinni með ýmiss konar hlustunarverkefni, geti skilið sjónvarpsþætti og kvikmyndir án mikilla erfiðleika og geti skilið langan málflutning á dönsku.
Ritun: Nemendur geti tjáð sig skriflega með skýrum og vel samsettum texta í viðeigandi ritstíl hvort heldur sem er um að ræða skapandi skrif eða stýrð verkefni eins t.d endursagnir, gagnrýni og frásagnir.
Orðaforði: Nemendur tileinki sér sérhæfan orðaforða í tengslum við námsefni sem unnið er með hverju sinni.
Lestur: Nemendur geti lesið sérfræðigreinar sem tengjast viðfangsefni áfangans.
DANS2LM05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
viðeigandi ritstíl í dönsku ritmáli
danskri kvikmyndagerð
flóknum rauntextum
fjölbreyttum orðaforða sem tengist námsefninu
helstu atriðum og þemum í dönskum kvikmyndum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
geta tjáð sig af öryggi og ábyrgð án mikillar umhugsunar
skilja þegar töluð er danska og skilja nákvæmar lýsingar á flóknum málefnum
nýta málfræðilegar upplýsingar til að efla eigin málfærni
tjá sig skýrt um námsefni sem hann hefur kynnt sér
tjá sig skriflega á skýran og gagnrýnan hátt og valið sér rítstil sem hentar hverju sinni
vinna að skapandi verkefnum þar sem sérhæfð þekking kemur fram
skipuleggja vinnuferli og sýni frumkvæði í vinnubrögðum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
meta eigið vinnuframlag og annarra
skilja flókið efni jafnvel þótt það tengist ekki hans sérsviði
taka þátt í umræðum, færa rök fyrir máli sínu og tjá afstöðu sína á siðferðislegan hátt
setja fram hugmyndir sínar og skoðarnir af nákvæmni
lesa á milli lína og áttað sig á dýpri merkingu texta
nota málið á sveigjanlegan og áhrifaríkan hátt í félagslegum og faglegum tilgangi
Námsmat tekur til allra færniþátta, þ.e. hlustunar, tals, ritunar og lesturs og byggir á fjölbreytni.