Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1520501472.71

    Frítímafræði fullorðinna
    TÓMS2BU05
    1
    tómstundir
    TÓMS
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum læra nemendur um aðgerðir og aðferðir sem beinast að þörfum samfélagshópa sem af ýmsum orsökum þurfa hvatningu og örvun til að taka virkan þátt í frístundastarfi. Farið er yfir það frístundastarf sem fullorðnum einstaklingum, ekki síst eldri borgurum, stendur til boða og gerð er grein fyrir ýmsu frístundastarfi í forvarnar- eða endurhæfingarskyni með það að markmiði að viðhalda og efla félagslega færni og stuðla að því að einstaklingurinn efli sköpunarmátt sinn. Fjallað er um þætti sem einkenna viðfangsefni í starfi með fullorðnum s.s. eldri borgurum með ólíka styrkleika og áhugasvið og allar þær fjölbreytilegu þarfir og óskir sem hafa verður í huga. Fjallað er um gildi og aðferðafræði í hópastarfi út frá áherslum á lýðheilsu. Fjallað er um einkenni félagslegrar einangrunar þ.e. þverrandi virkni vegna breyttrar færni, líkamlegrar, félagslegrar og andlegrar, t.d. þegar einstaklingur hættir atvinnuþátttöku og líkamsfærni breytist. Kynnt er blöndun sem aðferð í hópastarfi, íhlutun og meðferð. Fjallað er um upplýsingasamfélagið og áhrif þess á líf einstaklinga. Einnig er fjallað um ólíkan lífstíl, virkni, áhugasvið og hegðun, félagsleg tengsl, heilbrigði, félagahóp og greiningu áhættuhegðunar, s.s. einangrunar og hvaða vinnubrögð og aðferðafræði á best við eftir aðstæðum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu aðferðum og aðgerðum til að virkja sérhópa t.d. eldri borgara.
    • helstu leiðum til að örva frístundastarf meðal eldri borgara m.a. í hópastarfi, skapandi tómstundum og ýmiskonar listiðkun.
    • helstu hindrunum fyrir þátttöku í frístundastarfi eldri borgara eða fatlaðra s.s. þegar andleg og eða líkamlega færni skerðist.
    • samfélagsstöðu sérhópa varðandi lagasetningu og sértæka þjónustu.
    • fjölbreytileika þarfa og óska sérhópa.
    • frístundastarfi þar sem lögð er áhersla á að mæta óskum og þörfum fólks með ólík áhugasvið.
    • frístundastarfi í forvarnar- eða endurhæfingarskyni.
    • viðurkenndum matsaðferðum við greiningu einstaklinga, íhlutun og úrræði.
    • megineinkennum áhrifa upplýsingasamfélagsins á líf einstaklinga.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina aðgerðir til að virkja sérhópa.
    • finna helstu leiðir til að örva frístundastarf meðal eldri borgara.
    • sjá hindranir fyrir þátttöku í frístundastarfi þegar andleg eða líkamleg færni skerðist.
    • miðla lagalegum réttindum fólks til sérhæfðrar frístundaiðkunar.
    • ræða fjölbreytileika þarfa og óska sérhópa.
    • greina frístundastarf út frá ólíkum þörfum og óskum fólks á sviði frístunda.
    • finna og miðla frístundastarfi í forvarnar- eða endurhæfingarskyni.
    • ræða viðurkenndar matsaðferðir við greiningu einstaklinga, íhlutun og úrræði.
    • miðla megineinkennum áhrifa upplýsingasamfélagsins á líf einstaklinga.
    • Sjá tengsl á milli upplýsingasamfélagsins og áhættuhegðunar, s.s. einangrunar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nota mismunandi aðferðir til að virkja sérhópa sem metið er með hópverkefni.
    • skipuleggja fjölbreytt frístundastarf með fullorðnu fólki sem metið er með vettvangsathugun, skýrslu og leiðsaganarmati.
    • vinna með helstu hindranir fyrir þáttöku í frístundastarfi fullorðinna sem metið er með verkefni og umræðum.
    • leiðbeina einstaklingum um lagaleg réttindi sín er varða frístundaiðkun sem metið er með verkefni.
    • bregðast við fjölbreytileika þarfa og óska sérhópa sem metið er með viðtalskönnun, úrvinnslu þeirra gagna og umræðum.
    • skipuleggja frístundastarf þar sem lögð er áhersla á að mæta óskum og þörfum fólks með ólík áhugasvið sem metið er með verkefni.
    • bregðast við fjölbreytileika fólks með ólík áhugasvið, ólíkan lífstíl og fjölbreytta virkni sem metið er með verkefni, leiðsagnamati og málstofu.
    • skipuleggja einstök verkefni fyrir sérhópa sem metið er með verkefni.
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá