Áfanginn er inngangur í afbrotafræði. Farið er í upphaf fræðigreinarinnar og þróun refsistefnunnar á Vesturlöndum. Helstu kenningar í afbrotafræðinni verða kynntar. Helstu afbrotaflokkar verða skoðaðir og rýnt verður í refsingar og fangelsismál í heiminum. Við skoðum síðan íslenskan veruleika, viðurlögin við afbrotum og refsistefnuna hér á landi. Hvers vegna brjóta menn af sér og hvað veldur því að sumir komast á beinu brautina en aðrir ekki?
FÉLA1BY05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu kenningum innan afbrotafræðinnar
helstu flokkum afbrota
helstu hugtökum innan afbrotafræðinnar
refsikerfinu og helstu viðurlögum við brotum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita gagnrýnni hugsun á mál og málefni tengd afbrotafræði
færa rök fyrir máli sínu í umræðum og vera umburðarlyndur fyrir skoðunum annarra
færa rök fyrir máli sínu í ræðu og riti fordómalaust og án áfellisdóma
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
mynda sér skoðanir um afbrot út frá kenningalegum grunni
leggja mat á refsistefu í heiminum og á Íslandi
leggja mat á þær ákvarðanir sem liggja að baki dómum í brotamálum
átta sig á þeim fyrirbyggjandi leiðum sem finnast til að halda mönnum frá afbrotum
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá