Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1520598926.64

    Örverufræði og gæðastjórnun
    ÖRGÆ2FE05
    1
    gæðastjórnun, örverufræði
    gæðastjórnun, örverufræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Markmið áfangans er að nemendur öðlist undirstöðuþekkingu á uppruna, dreifingu, gerð, stærð og fjölgun örvera í matvælum ásamt fyrirbyggingu þeirra. Fjallað er um gerla, sveppi og veirur. Áhrifaþættir á vöxt örvera t.d hiti er tekinn fyrir. Rætt er um smit, smitleiðir og helstu matarsýkingar af völdum örvera. Áhersla er lögð á mikilvægi þrifa og sótthreinsunar í tengslum við örverur og matvælavinnslu. Tekin eru fyrir helstu hreingerningarefni og aðferðir við þrif. Farið er yfir lög og reglugerðir er tengjast viðfangsefni áfangans og tengsl þess við HACCP/GÁMES. Reynt er að tengja viðfangsefni áfangans beint við sama efni í áfanganum starfsþjálfun á vinnustað.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Algengustu flokkum örvera og örvera er valda matarsjúkdómum.
    • Hegðun og útbreiðslu örvera í matvinnslufyrirtækjum með áherslu á hrávöru.
    • Hvað hefur áhrif á örveruvöxt í matvælum, tólum og tækjum matvinnslufyrirtækja.
    • Muninum á matareitrunum og matarsýkingum.
    • Salmonellu, Camphylobacter, E.coli, Vibrio, Listeria, Clostridium, Bacillus, Stapyllococcus o.sv.frv.
    • Hugtökunum smit, smitkeðja og krossmengun.
    • Helstu sótt- og hreingerningarefnum sem notuð eru í matvinnslufyrirtækjum.
    • Muninum á hreinu og óhreinu svæði.
    • Íslenskri matvælalöggjöf hvað varðar heilbrigði hrávara.
    • Hvernig HACCP/GÁMES tengist öryggi matvæla hvað örverur, þrif og sóttvarnir varðar.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Beita viðurkenndum aðferðum er tryggja og varðveita gæði matvæla hvað varðar örverur og aðferðir við þrif og sótthreinsun á húsnæði, tólum og tækjum notuðum við slátrun.
    • Fylgja lögum og reglugerðum og verkferlum um meðferð hráefna, geymslu þeirra, hreinlæti, þrifa og sótthreinsun.
    • Fylgja verklagsreglum og skráningu hvað varðar rekjanleika, sýnatöku og þekkja viðmið um örverufjölda.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Vinna samkvæmt góðum starfsháttum í matvælafyrirtækjum með hliðsjón af lögum og reglugerðum og íslenskri matvælalöggjöf.
    • Leiðbeina öðru starfsfólki matvælavinnslu um forvarnir og rétt vinnubrögð er hindra útbreiðslu örvera í matvælum.
    Leiðsagnarmat