Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1521120307.82

    Þjálfun og heilsa
    ÍÞRÓ1ÞH03
    56
    íþróttir
    þjálfun og heilsa
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Áfanginn er bæði verklegur og bóklegur. Í áfanganum er lögð áhersla á verklega og fræðilega þætti upphitunar, þols, vöðvastyrks og liðleika fyrir einstaklinginn. Einnig er fjallað um algeng íþróttameiðsl og líkamsbeitingu. Farið er yfir það helsta sem á sér stað í líkamanum við upphitun og þá kosti sem góð upphitun hefur í för með sér. Fjallað um þol og þolþjálfun og hvernig byggja megi upp og viðhalda þoli. Þá verða nemendum kynntar aðferðir við mælingar á þoli. Farið er yfir mikilvægi vöðvastyrks (krafts) fyrir stoðkerfi líkamans, líkamsbeitingu og líkamsreisn. Farið er yfir mikilvægi liðleika og liðleikaþjálfunar fyrir líkamann og áhrif liðleikaæfinga á vöðva og liðamót.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi upphitunar, þol-, styrktar- og liðleikaþjálfunar
    • hversu mikilvæg forvörn reglubundin hreyfing er fyrir ýmsa andlega og líkamlega sjúkdóma
    • aðferðum til að fyrirbyggja og meðhöndla meiðsli sem geta komið upp við líkamsrækt og íþróttaiðkun
    • mikilvægi þess að beita líkamanum rétt, í skóla, á vinnustað og í tómstundum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • hita sig upp fyrir mismunandi athafnir
    • skipuleggja þol, styrktar og liðleikaþjálfun með fjölbreyttum aðferðum
    • finna og reikna út æfingapúls
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skipuleggja og leysa af hendi verkefni sem snúa að eigin heilsueflingu
    • stunda æfingar og leiki sem viðhalda og bæta líkamlega-, andlega- og félagslega líðan
    • mæla og meta eigið þol, styrk og liðleika
    • auka skilning sinn á næringarfræðilegum viðfangsefnum
    • tengja undirstöðuþekkingu í næringarfræði við daglegt líf og sjá notagildi hennar
    • taka ábyrgð á eigin lífi m.t.t. næringarþarfa og heilbrigði
    • afla sér frekari þekkingar á sviði næringarfræði, lýðheilsu og hreyfingar
    Námsmat byggist á vinnubók sem nemendur skila, svo og verkefnum og einu skriflegu prófi. Auk þess er mæting og virkni metin í verklegum tímum.