Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1521125412.19

    Íþróttir - körfuknattleikur
    ÍÞRÓ2KK02
    17
    íþróttir
    körfuknattleikur
    Samþykkt af skóla
    2
    2
    Í áfanganum er lögð áhersla á verklega þætti í körfuknattleik. Nemendur taka þátt í verklegum æfingum sem sýna hvernig nýta má körfuknattleik til líkamsræktar. Nemendur fá tækifæri til þess að semja eigin æfingaáætlun og framfylgja henni.
    ÍÞRÓ2ÞL03
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu reglum í körfubolta
    • algengum aðferðum víð upphitun og ýmsum leikjum til upphitunar
    • fjölbreyttum þjálfunaraðferðum grunnþátta körfuknattleiks
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita grunntækni og leikfræði í körfubolta
    • beita mismunandi aðferðum til upphitunar
    • skipuleggja eigin æfingatíma
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • viðhalda og bæta líkamlega heilsu með körfuknattleiksiðkun
    • leysa af hendi verkefni sem snúa að skipulagningu eigin þjálfunar
    • taka þátt í leikjum og æfingum sem hafa áhrif á jákvæða upplifun og viðhorf til íþrótta, líkams og heilsuræktar
    • glíma við fjölbreytt verkefni sem snúa að alhliða hreyfingu, líkams og heilsurækt
    Símat sem byggist á mætingu, virkni, getu, framförum og skriflegum verkefnum.