Bókmenntir (fjölbreyttir textar), menning, orðaforði, rannsóknir og ritun
Samþykkt af skóla
2
5
Markvisst er unnið með almenna og sérhæfða texta og reynt að byggja upp hagnýtan orðaforða. Nemendur eru þjálfaðir í skipulegri framsetningu ritaðs máls bæði hvað varðar uppbyggingu og orðaforða. Nemendur fá þjálfun í að vinna að viðameiri verkefnum þar sem efnis er leitað á bókasöfnum, á netinu og í margmiðlunarefni. Menning enskumælandi landa er kynnt á markvissan hátt. Áhersla er lögð á alhliða færni í málinu.
ENSK2HC05 eða ENSK2OL05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þjóðfélögum þar sem tungumálið er notað sem móðurmál eða fyrsta mál
ólíkum viðhorfum og gildum, hvernig þau móta menninguna þar sem tungumálið er notað og geti tengt þau eigin samfélagi og menningu
orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins, þ.m.t. orðasamböndum og þverfaglegum orðaforða
notkun tungumálsins til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins bæði munnlega og skriflega
helstu hefðum um uppsetningu og skipulag ritaðs máls, s.s greinamerkjasetningu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja mál sem talað er með mismunandi hreim og við mismunandi aðstæður
skilja algengustu orðasambönd sem eru einkennandi fyrir talað mál
taka virkan þátt í samskiptum á viðeigandi hátt og beita málfari við hæfi
tjá sig skýrt og hnökralaust um málefni sem hann hefur kynnt sér og undirbúið
skrifa formlega texta og fylgja helstu rithefðum og reglum um málbeitingu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skilja daglegt mál, svo sem samræður og fjölmiðlaefni og skilja án vandkvæða megininntak erinda og rökræðna
tileinka sér efni ritaðs texta og hagnýta á mismunandi hátt
lesa texta þar sem ákveðin viðhorf eða skoðanir eru kynntar, átta sig á tilgangi og afstöðu textahöfundar og bregðast við eða tjá skoðanir sínar munnlega eða skriflega um efni þeirra
taka þátt í skoðanaskiptum og haga orðum sínum í samræmi við aðstæður og tjá sig á skýran og áheyrilegan hátt
skrifa margs konar texta og fylgja þeim ritunarhefðum sem eiga við í hverju tilviki fyrir sig