Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1521538589.34

    Akademísk enska
    ENSK3AE05
    55
    enska
    Almenn akademísk enska, bókmenntir, ritun
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í þessum áfanga er lögð áhersla á að auka enn akademískan og formlegan orðaforða sem undirbúning fyrir framhaldsnám á háskólastigi og atvinnulíf.
    Vandlegur lestur sérhæfðra texta ásamt viðeigandi orðaforða. Farið yfir helstu atriði akademiskrar ritunar. Hlustun á fyrirlestra og munnleg kynning verkefna í kennslustund.
    Alþjóðleg stöðupróf kynnt. Farið yfir enska hljóðkerfið. Eitt klassískt skáldverk lesið. Kennsla fer fram á ensku.
    ENSK2OR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - almennum fagorðaforða á háskólastigi
      - orðstofnum, uppruna þeirra og myndun fagorða
      - helstu menningarsvæðum þar sem tungumálið er notað sem móðurmál eða annað mál
      - alþjóðlegum matsprófum t.d. TOEFL
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - skilja sér til gagns sérhæfða og fræðilega texta
      - greina megininntak texta, rökfærslu og draga ályktanir
      - orðmyndun
      - nýta sér fyrirlestra og umræður um fræðileg efni
      - tjá sig af öryggi um ýmis málefni
      - beita ritmálinu í mismunandi tilgangi t.d. með útdráttum, umritun, ritgerð
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - nýta sér fræðitexta og leggja gagnrýnið mat á hann
      - umrita og gera útdrátt úr fræðigreinum eða fyrirlestrum
      - geta flutt vel uppbyggða kynningu eða greinargerð, dregið fram aðalatriði og brugðist við fyrirspurnum
      - rita texta með röksemdafærslu með og á móti og hún vegin og metin
    Fjölbreytt námsmat – lotupróf.