Unnið er með fjármálalæsi s.s. vexti, vaxtavexti, vísitölur, verðbólgu, laun og skatta. Farið verður í algebru og föll, hnitakerfið, jöfnu beinnar línu, svo og veldi og rætur. Nemendur kynnast fallahugtakinu. Unnið er með mengi og mengjarithátt og annars stigs jöfnur og ójöfnur í tengslum við daglegt líf. Margliður af hærra stigi kynntar.
STÆR2AR05 eða STÆR2RU05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
persónulegum fjármálum
velda- og rótarreglum
algengum reiknireglum og algebrubrotum
fyrsta og annars stigs jöfnum og ójöfnum
hnitareikningi m.a. jöfnu beinnar línu og fleygboga
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Nemanadi geti unnið af öryggi og sjálfstæði með:
fjármálatengd hugtök og reikniaðgerðir
táknmál - stærðfræðilega framsetningu viðkomandi námsefnis og túlkun táknm´ls á mæltu máli