Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1521650249.97

    Starfsþjálfun 3
    STAÞ2SR20(AV)
    47
    Starfsþjálfun
    starfsþjálfun í rafvirkjun
    Samþykkt af skóla
    2
    20
    AV
    Nemandi öðlist þekkingu á vali á rafbúnaði og geti annast tengingar á lág og smáspennulögnum. Nemandi geti með mælitækjum fundið bilanir í raflögnum og gert við þær. Hann læri að framfylgja kröfum viðskiptavina og geti sýnt leikni í samskiptum við þá. Nemandi geti veitt viðskiptavinum nauðsynlega ráðgjöf um val og staðsetningu rafbúnaðar bæði lágspennu og smáspennu. Nemandi á að fá þjálfun í vinnu við viðgerðir og uppsetningu á mismunandi gerðum raflagna-, öryggis- og stýrikerfa.
    Starfsþjálfun 2
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • öryggiskröfum og öryggis á vinnustað
    • vali á búnaði til nota í raflögnum
    • mikilvægi fagmannlegra vinnubragða og vandvirkni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • meðhöndla og beita handverkfærum og mælitækjum sem þarf að nota við rafvirkjastörf
    • leggja og tengja raflagnir á fagmannlegan hátt
    • annast viðgerðir og bilanagreiningu lagna og búnaðar
    • lesa teikningar og áætla magntölur
    • leiðbeina viðskiptavinum með faglegum hætti
    • leita að bilunum í raflögnum og tækjum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • velja búnað og töfluskápa í allar almennar lágspennu og smáspennuraflagnir.
    • geta gert sér grein fyrir heppilegri staðsetningu rafdreifiskápa að teknu tilliti til bestu lagnaleiða
    • annast bilanaleit og viðgerðir á raflögnum og raftækjun.
    • sjá um uppsetningu lagna og búnaðar eftir raflagnateikningum
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum meistara í viðkomandi grein.