Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1521709704.14

  Íþróttir - almenn líkamsrækt
  ÍÞRÓ2AL02
  22
  íþróttir
  almenn líkams- og heilsurækt eða útivist
  Samþykkt af skóla
  2
  2
  Áfanginn er að mestu leyti verklegur. Í áfanganum eru tvær megin áherslur. Annars vegar að nemendur skipuleggi þjálfun sína sjálf og fái tækifæri og aðstöðu til að fara eftir sinni eigin áætlun. Hins vegar að nemendur fái innsýn í og tækifæri til að prófa mismunandi möguleika til líkamsræktar. Hluti áfangans er kenndur í Sundhöll Selfoss, líkamsræktarstöðvum og öðrum íþróttamannvirkjum á svæðinu.
  ÍÞRÓ1ÞH03
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hvaða þættir það eru sem þarf að hafa í huga þegar þjálfun er skipulögð
  • hvaða möguleikar eru til líkamsræktar í nærumhverfinu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • fara eftir eigin tímaáætlun
  • fjölbreyttri þjálfun þols, styrks og liðleika
  • þjálfun, hreyfingu og virkni, sem hafa áhrif á jákvæða upplifun og viðhorf til líkams- og heilsuræktar
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • - skipuleggja og framkvæma eigin þjálfun
   - viðhalda- og bæta líkamlega heilsu með þjálfun við hæfi
   - leysa af hendi verkefni sem snúa að skipulagningu eigin þjálfunar
   - taka þátt í leikjum og æfingum sem hafa áhrif á jákvæða upplifun og viðhorf til íþrótta, líkams og heilsuræktar
   - glíma við fjölbreytt verkefni sem snúa að alhliða hreyfingu, líkams- og heilsurækt
  Námsmat byggir á þeim verkefnum sem nemendur skila, auk þess sem mæting og virkni er metin í tímum. Ekki er skriflegt próf í áfanganum.