Í lok áfangans skulu nemendur geta lesið sér til gagns og skilið talað mál þar sem fjallað er um sérhæfð viðskiptamálefni.
Nemendur skulu einnig geta tjáð sig skilmerkilega í töluðu og rituðu máli um málefni tengd verslun og viðskiptum. Jafnframt munu nemendur hafa kynnst úrvinnslu fagorðaforða, vinna með texta og tileinka sér sjálfstæð og skipuleg vinnubrögð.
ENSK2OR05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér með góðu móti lesefni í áframhaldandi námi eða starfi
Hefðum sem eiga við um talað og ritað mál t.d. mismunandi málsnið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Að skilja vel sérhæfða texta sem hann þekkir
Lestri, sér til ánægju eða upplýsingar, texta sem gera miklar kröfur til lesandans, ýmist hvað varðar orðaforða og uppbygginu eða myndmál og stílbrögð
Notkun tungumálsins á sveigjanlegan og árangursríkan hátt í samræðum
Að beita ritmálinu í mismunandi tilgangi, fræðilegum og persónulegum, með stílbrigðum og málsniði sem við á og mætir hæfniviðmiðum þrepsins
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni sem hann hefur hefur þekkingu á
Skilja sér til gagns þegar fjallað er um flókið efni, fræðilegs eða tæknilegs eðlis
Geta lagt gagnrýnið mat á texta
Hagnýta sér fræðitexta og meta heimildir á gagnrýninn hátt
Geta lýst skýrt og greinilega flóknum hlutum eða ferlum á sviði sem hann þekkir vel
Vinna úr ýmsum upplýsingaveitum og fella saman í eina heild samkvæmt þeim hefðum sem gilda um heimildavinnu
Skrifa gagnorðan og skilmerkilegan texta sem tekur mið af því hver lesandinn er