Meginviðfangsefni áfangans er ein krefjandi fjallganga ásamt undirbúningsfundum og æfingagöngum. Gönguleiðir eru langar og krefjandi og því þurfa nemendur sem velja þennan áfanga að búa yfir úthaldi og þolinmæði. Nemendur þurfa að hafa í huga að farið er um helgar og mögulega gist yfir nótt. Áfanginn hentar því ekki þeim sem eru uppteknir um helgar.
ÍÞRÓ2ÞL03
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hvernig skipuleggja eigi lengri gönguferðir m.t.t. ferðaáætlunar, gönguleiðar og þátttakenda
hvaða útbúnaðar er þörf í lengri gönguferðum og mikilvægi þess að hafa réttan útbúnað
að aðstæður geta breyst án mikils fyrirvara t.d. veður og þarf að hafa það í huga þegar ferð er skipulögð
mikilvægi þess að geta unnið í hóp og farið eftir þörfum hópsins
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vera þátttakandi í krefjandi gönguferð sem reynir á úthald, styrk og andlegt þol
samvinnu sem stuðlar að tillitsemi og hvatningu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nýta náttúruna til líkamsræktar
taka þátt í fjallgöngum og útivist við kerfjandi aðstæður og misjafnt veður
útbúa sig á fullnægjandi hátt fyrir dagsferðir á fjöllum varðandi nesti, klæðnað og útbúnað
meta eigið þol og styrk með tilliti til fjallgangna og krefjandi aðstæðna
Námsmat byggist á verkefni sem nemendur skila og einnig er frammistaða í gönguferðum metin.