Í áfanganum læra nemendur almenna hárumhirðu og um heilbrigði hárs og hársvarðar, einnig að þvo hár og veita höfuðnudd.
Kennd er fléttutækni og að hanna og útfæra léttar hárgreiðslur.
Einnig eru nemendur þjálfaðir í að nota hárblásara og sléttujárn.
Áfanginn er einstaklingsmiðaður og lögð er áhersla á að auka sjálfsöryggi nemenda með því að hver og einn fái að njóta sín og sýna frumkvæði og sköpunargleði.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- hársnyrtiiðn og þeim möguleikum og tækifærum sem starfið felur í sér - almennri hárumhirðu og heilbrigði hárs
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- beita einföldum vinnubrögðum við hárumhirðu - þvo hár og veita höfuðnudd - beita mismunandi aðferðum við að flétta hár
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- auka vinnufærni sína og sköpunargáfu - vinna skapandi verkefni í hári s.s einfaldar hárgreiðslur og hafa tileinkað sér ákveðna fléttutækni - sýna sjálfsöryggi og frumkvæði
Námsmat í áfanganum byggir á frammistöðu og virkni í tímum, samvinnu og mætingum.