Verklegt nám : Nemendur kynnast helstu matreiðsluaðferðum þar sem lögð er áhersla á hollar og einfaldar uppskriftir. Nemendur kynnast algengum hráefnum og vinna með þau frá grunni. Þau læra rétta meðferð matvæla, nýtni, frágang og meðhöndlun helstu eldhúsáhalda. Nemendur læra að bera fram matinn, ganga frá eftir borðhald og frágang á vinnuaðstöðu.
Nemendur öðlast skilning á persónulegu hreinlæti, læra að vinna með öðrum þar sem lögð er áhersla á samvinnu, tillitssemi og stundvísi. Í áfanganum eru lögð áhersla á að efla sjálfstæð og vönduð vinnubrögð nemenda.
Bóklegt nám: Nemendur kynnast helstu næringarefnum fæðunnar og hlutverkum þeirra. Meðferð matvæla með tilliti til heilbrigðis og matvælalöggjafar.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- einföldum matreiðsluaðferðum og bakstri - meðferð matvæla - fjölbreyttri matarmenningu þjóða - þeim áhöldum og tækjum sem notuð eru í greinunum og notkunarmöguleika þeirra - grunnþáttum í eldun einfaldra rétta eftir fyrir fram ákveðnu skipulagi - góðu hráefni og hagkvæmni í innkaupum - notkun uppskriftabóka og uppskrifta í matreiðslu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- nota einfaldar matreiðsluaðferðir - geta unnnið rétt eftir uppskrift - meðhöndlað hráefni eftir mismunandi aðferðum með tilliti til heilbrigðis - velja næringarrík matvæli með tilliti til hollustu - umganganst tæki sem notuð eru í eldhúsi og kunna rétta notkun þeirra - nota algengustu eldhúsáhöld og tæki - leggja á borð fyrir máltíð, bera fram mat, gagna frá vinnuaðstöðu í elhúsi og borðstofu - að viðhafa persónulegt hreinlæti við matargerð
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- matreiða helstu fæðutegundir á fjölbreyttan hátt - nýta sér næringarefni fæðunnar til vaxtar og viðhalds - meðferð matvæla með tillit til matarsjúkdóma - bera virðingu fyrir umhverfinu og því hráefni sem unnið er með - sýna samvinnu tillitssemi og stundvísi
Símat sem byggir á verkefnavinnu, ferilmöppu og jafningamati.