Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1522068976.42

    Sjóvinna/sjómennska - grunnatriði
    SJÓM2SA03(AS)
    3
    Sjóvinna og sjómennska
    Sjóvinna og sjómennska - SA
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    AS
    Nám í þessum áfanga á að kynna nemendum verklag, vinnubrögð og ráðstafanir um borð í fiskiskipum er lúta að störfum háseta auk þess búnaðar og þeirra tækja sem notuð eru við fiskveiðar. Fjallað er um mikilvægi verkkunnáttu á hinum ýmsu sviðum og þjálfun í réttum viðbrögðum, sérstaklega við erfiðar eða afbrigðilegar aðstæður. Nemendur kynnast mismunandi veiðum og veiðiaðferðum og mismunandi veiðarfærabúnaði til að stunda þær. Nemendur kynnast þeim aðgerðum sem þarf að framkvæma til að koma veiðarfærum í sjó og ná þeim inn aftur og um hlutverk þeirra sem að þeim verkþáttum standa. Nemendur læra heiti á íhlutum veiðarfæra og lyftibúnaðar (daglegt mál), svo og heiti og notkun ýmissa verkfæra og tækja um borð í skipi/báti (daglegt mál).
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu gerðum skipa og báta og þeim veiðum sem eru stundaðar á þeim.
    • helstu hugtökum og nafngiftum á veiðarfærum og veiðarfærabúnaði skipa og báta.
    • vinnusvæðum um borð í skipi/báti og verkaskiptingu skipverja og hlutverki hvers og eins við mismunandi veiðar.
    • heiti ýmissa skipshluta og verkfæra og tækja um borð hættum sem geta ógnað öryggi þeirra sem starfa um borð í skipum.
    • vali á vírum, lásum og krókum eftir notkun þeirra og álagi.
    • hvaða gerðir hnúta og splæss sé heppilegast að nota við mismunandi aðstæður.
    • aðferðum við viðgerð á netum.
    • öryggisstöðlum fyrir víra og lása, hvernig meta skuli og mæla slit á vírum og keðjum og til hvaða ráðstafana þarf að grípa við endurnýjun á vírum.
    • hífingarbúnaði fyrir veiðarfæri um borð í skipum og við hífingar á farmi, þ.m.t. talíum, krönum, nbómum og gálgum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • hnýta; skutulsbragð (hestahnút), sleppitak, réttan hnút, pelastikk, flagghnút, netahnút og línuhnút.
    • splæsa; augasplæs, samsplæs, langsplæs, sælabandssplæs á þriggja þátta tógi og fjögurra þátta línu.
    • velja víra, lása, tóg og króka sem hæfa því álagi sem þessi búnaður verður fyrir við notkun.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna almenna sjóvinnu um borð í skipi samkvæmt viðurkenndum aðferðum og öryggisstöðlum.
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.