Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1522069055.95

    Sjóvinna/sjómennska - framhald
    SJÓM2SB03(BS)
    4
    Sjóvinna og sjómennska
    Sjóvinna og sjómennska - SB
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    BS
    Nám í þessum áfanga á að kynna nemendum verklag, vinnubrögð og ráðstafanir um borð í fiskiskipum er lúta að störfum háseta auk þess búnaðar og þeirra tækja sem notuð eru við fiskveiðar umfram það sem gert er í fyrri áfanga. Fjallað er um mikilvægi verkkunnáttu á hinum ýmsu sviðum og þjálfun í réttum viðbrögðum, sérstaklega við afbrigðilegar aðstæður. Nemandi skal kynnast mismunandi veiðum og veiðiaðferðum og hinum ýmsu tegundum veiðarfærabúnaðar sem þarf til að stunda þær. Nemandi lærir vinnubrögð og verkþætti sem þarf að framkvæma til þess að koma veiðarfærum í sjó og ná þeim inn aftur og einnig um verkaskiptingu við vinnuna.
    SJÓM2SA04AS
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu gerðum kaðla og víra og helstu gerðum splæsa.
    • hættum vegna mikils átaks á kaðla og víra og fyrirbyggjandi aðgerðum til að minnka slysahættu vegna slits.
    • mismunandi gerðum blakka og vali á þeim með tilliti til notkunar.
    • helstu efnisflokkum sem notaðir eru í veiðarfæri.
    • hlutverki og hönnun tóg- og keðjustoppara og notkun þeirra.
    • verklagi og ráðstöfunum við að þræða blakkir rétt við endurnýjun á vírum.
    • vali á sverleika og gerð kaðla, víra, lása, króka og keðja í samræmi við væntanlega notkun.
    • hnýtingu slétts netastykkis með leggkanti og frágangi á bolsi á kanti.
    • hvernig koma skal fyrir bátsmannsstól með öryggi.
    • notkun öryggisbelta, líflínu, öryggishjálma og öryggisgleraugna til að tryggja öryggi við störf um borð í flutninga- og fiskiskipum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • splæsa augu bæði á snúinn og fléttaðan kaðal, grannan og sveran.
    • splæsa saman enda, stuttsplæs og langsplæs, snúinn og fléttaðan kaðal, grannan og sveran.
    • splæsa vír, augasplæs, augasplæs með kósa.
    • splæsa saman enda, stuttsplæs, langsplæs, Rockefellersplæs.
    • bæta slétt net og skera úr sléttu neti.
    • splæsa átta þátta landfestatóg með tilliti til öryggis og vandaðs frágangs.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna sérhæfða sjóvinnu um borð í skipi samkvæmt viðurkenndum aðferðum og öryggisstöðlum.
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.