Nemandinn kynnist helstu hugtökum og aðferðum í gæðastjórnun og markaðsfræðum og átti sig á tengingu þeirra við framleiðslu eins og t.d. fiskeldi. Farið er í ábyrgð framleiðenda matvæla gagnvart neytendum og viðskiptavinum varðandi gæði vöru og framleiðsluaðferðir. Efld verði gæðavitund og markaðsvitund nemanda og hann geri sér grein fyrir möguleikum sínum á að nýta sér þessar aðferðir við verðmætasköpun í starfi sínu.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu hugtökum og aðferðum í gæðastjórnun og markaðsfræðum.
tengingu gæðastjórnunar og markaðsfræði við framleiðslu.
ábyrgð framleiðenda matvæla á gæðum vara og framleiðsluaðferða gagnvart neytendum og viðskiptavinum.
hugtökunum gæðavitund og markaðsvitund.
hvernig aðferðir gæðastjórnunar og markaðsfræða nýtast við verðmætasköpun.
skoða hvernig aðferðir gæðastjórnunar og markaðsfræða nýtast við verðmætasköpun.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita helstu hugtökum og aðferðum gæðastjórnunar og markaðsfræða.
tengja gæðastjórnun og markaðsfræði við framleiðslu.
afla sér upplýsinga um ábyrgð matvælaframleiðenda á gæðum vara og framleiðsluaðferða, gagnvart neytendum og viðskiptavinum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
gera sér grein fyrir mikilvægi og áhrifum gæðastjórnunar og markaðssetningar á framleiðslu.
vera meðvitaður um ábyrgð matvælaframleiðenda á gæðum vara og framleiðsluaðferða gagnvart neytendum og viðskiptavinum.
sýna skilning á því hvernig aðferðir gæðastjórnunar og markaðsfræða nýtast við og auka möguleika á verðmætasköpun.