Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1522174915.58

    Vinnustaðanám í fiskeldi 1
    VIFE2VN10
    1
    Vinnustaðanám í fiskeldi
    Vinnustaðanám í fiskeldi
    Samþykkt af skóla
    2
    10
    Nemandi fer í sex vikna vinnustaðanám á viðurkenndum starfsnámsstað. Hann skal kynnast markmiðum, áætlunum, skipulagi og daglegum störfum á vettvangi. Einnig skal hann kynnast starfslýsingum ásamt þeim lögum og reglugerðum sem starfslýsing byggist á. Nemandi skráir dagbók um verkefni áfangans og gerir skýrslu um reynslu sína og viðfangsefni. Í upphafi tímabilsins fær hann kynningu á starfseminni og smám saman verður hann þátttakandi eftir því sem aðstæður leyfa. Jafnhliða námi á vinnustað sækir nemandi vikulega bóklega tíma í skóla þar sem fjallað er um tengingar á milli fræða og fags, t.d. mikilvægi góðra samskipta og hvað einkennir góðan starfsmann, siðareglur eru kynntar ásamt mismunandi starfslýsingum.
    Að nemandi hafi lokið a.m.k. helmingi námsins eða 60 - 75 einingum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi störfum í fiskeldi.
    • mikilvægi starfslýsinga.
    • þeim réttindum og skyldum sem starfinu fylgja.
    • daglegum verkefnum í fiskeldi.
    • mikilvægi hreinlætis og gæðastýringar í fiskeldi.
    • mikilvægi gæðahandbókar.
    • mikilvægi samvinnu í fiskeldi.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina hlutverk mismunandi starfa í fiskeldi.
    • fylgja starfslýsingu.
    • fylgja hreinlætis- og gæðakröfum í fiskeldi.
    • lesa og fylgja gæðahandbók.
    • vinna með öðrum að sameiginlegu markmiði.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna einföld störf í fiskeldi.
    • fylgja hreinlætis- og gæðakröfum í fiskeldi.
    • vinna með öðrum að sameiginlegu markmiði.
    Námsmat fer fram með leiðsagnarmati bæði á vinnustað og í skóla. Nemandi fær munnlega endurgjöf að loknum hverjum degi á vinnustað sem hann skráir niður í dagbók sína og í lok námsins gefa umsjónaraðili starfsnámsins og umsjónarkennari nemanda endurgjöf.