Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1522233561.78

    Vinnuferlar og verklag
    VINU1VE05
    1
    Vinnuferlar og verklag
    Vinnuferlar og verklag í fiskeldi
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er fjallað um vinnuferla og verklag í fiskeldi. Nemandinn lærir um gerð og mikilvægi vinnuferla og ábyrgð og verklag innan hvers starfs. Nemandinn lærir einnig um skipulag og stjórnun á vinnustað, samstarf og samskipti, áætlanagerð og gæðastýringakerfi. Kennd er notkun hlífðarbúnaðar, meðferð efna og farið yfir notkun hjálpartækja og búnaðar við mismunandi verk. Nemandinn fær kynningu á grundvallaratriðum hollustuhátta og vinnuverndar og lærir um öryggismál á vinnustað.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grundvallaratriðum hollustuhátta og vinnuverndar og öryggismálum á vinnustað.
    • grunnatriðum gæðastjórnunar og verkskipulags.
    • réttindum og skyldum starfsfólks í fiskeldi.
    • hlífðarbúnaði og hjálpartækjum í fiskeldi.
    • mikilvægi vinnuferla í fiskeldi.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota rétta líkamsbeitingu og viðeigandi hlífðarbúnað í starfi.
    • nota viðeigandi hjálparbúnað.
    • leita upplýsinga í reglugerðum um öryggi og vinnuvernd.
    • vinna eftir mismunandi verkferlum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fylgja reglum um öryggismál á vinnustað.
    • vera meðvitaður um eigin ábyrgð og skyldur.
    • fylgja gæðastýringu/eftirliti.
    • velja og nota viðeigandi hlífðarbúnað og hjálpartæki í starfi.
    Námsmat er í formi leiðsagnarmats sem nánar er útfært í skólanámskrá.