Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1522240326.13

    Vöruflæðisstjórnun
    VÖST1FI05
    1
    Vöruflæðisstjórnun
    Vöruflæðisstjórnun í fiskeldi
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Nemandi lærir um vöruflæði í fiskeldi og stjórnun á því. Mikilvægi vöruþróunar, markaðssetningar og flæðis framleiðslunnar er kynnt sem og þær kröfur sem gerðar eru í matvælavinnslu. Nemandi fer í heimsókn til fyrirtækis og fær kynningu á því hvernig vöruflæði er stjórnað þar og vinnu verkefni í tengslum við þá heimsókn.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • framleiðsluferli í fiskeldi.
    • mikilvægi skipulags í vöruflæði í matvælaframleiðslu.
    • lögum og reglugerðum er snúa að matvælaframleiðslu og þá sérstaklega fiskeldi.
    • markaðsmálum í tengslum við vöruþróun og framleiðslu.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • gera vöruflæðisáælun.
    • fylgja áætlun í framleiðslu.
    • vinna með öðrum að framleiðsluáætlanagerð.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • miðla vöruflæðisáætlun sinni.
    • afla gagna til að vinna að áætlanagerð.
    • vinna að sameiginlegu markmiði með öðrum.
    Námsmat er í formi leiðsagnarmats sem er nánar útfært í skólanámskrá.