Nemendum kynnast því ferli sem uppfærsla leiksýningar felur í sér, þeir búa til atriði útfrá ákveðnu þema, æfa senur og þróa ferlið sem er bakvið sýningu. Þeir æfa textameðferð og afstöðu á sviði. Þeir velta fyrir sér hvað það er sem þarf til að búa til leiksýningu og eru kynntar nokkrar upphitunaræfingar.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hvað þarf til að búa til leiksýningu
mismunandi tegundum texta
því ferli sem uppfærsla leiksýningar felur í sér
mismunandi afstöðu á sviði, t.d. stöðutöku, hlustun, hugsun o.s.frv.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
meðferð mismunandi texta
beita upphitunaræfingum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
gera sér grein fyrir ferlinu sem er bak við leiksýningu
gera sér grein fyrir mismunandi textagerðum
búa til stutt atriði eftir ákveðnu þema, t.d. fréttum út blöðum, fyrirsögnum eða dægurlagatexta
æfa og flytja atriði sitt
horfa á og gagnrýna atriði annarra
Námsmat er fjölbreytt og byggir m.a. á leiðsagnarmati, virkni í kennslustundum og ástundun.